Thursday, October 30, 2008
Stockholm, 1. ferð
Sara kom til mín um kvöldið þann 23.okt. Ég sótti hana útá Malmö centralstation en kjáninn sem ég er sagði henni óvart að fara út af á einni stöð of snemma. Það var nú ekki alvarlegra en svo að hún hoppaði bara uppí næstu lest og var komin 15 mín seinna. Morguninn eftir höfðum við pantað bílaleigubíl á netinu hjá Avis vini okkar. Við skelltum okkur til þeirra kl.10 en kjáninn sem ég er gleymdi að taka með mér kreditkort, því það þarf greinilega alltaf þegar maður leigir sér bíl. En það hef ég aldrei gert áður í eigin persónu. Sem betur fer var Sara með sitt á sér þannig að það reddaðist, og herramaðurinn sem ég er lagði inná hana bara þegar við komum heim.
En ég var ekki bara kjáni í þessari ferð, fall er fararheill... ég stóð mig mjög vel það sem eftir var. Smurði meira að segja fullt af nesti fyrir okkur...
Þannig æxlaðist það að við lögðum af stað til Stockholm kl.11 þann 24.okt. Hrafnhildur og Torbjörn lánuðu okkur GPS tæki sem kom að góðum notum. Ferðin gekk vel þangað til við vorum nánast komin að Jynköping, EN ÞÁ BILAÐI BÍLLINN! Gat nú skeð. En við tókum þessu af þroska, hringdum strax í Avis sem hringdi strax í dráttarbíl sem hringdi svo aftur í Avis og læt senda nýjan bíl handa okkur. Eftir einn og hálfan tíma vorum við komin aftur á veginn og létum eins og ekkert hefði í skorist.
Eitt sem maður sér þegar maður keyrir um Svíþjóð... mikið af trjám. Hálfa leiðina sér maður ekkert útsýni fyrir öllum trjánum. En þegar maður kemur að vötnunum hjá Jynköping fer að "létta til" og maður getur dáðst að náttúrunni.
Við komum inní Stockholm þegar það var orðið dimmt, um kl.19:30. Og viltumst við eða hvað? Já , við viltumst. Það sem við klikkuðum á var að fylgja bara myndinni á GPS tækinu. Þetta er rosaleg borg með slaufum sem geta orðið alltað 3ja hæða. Götu netið er svo þykkt að það var varla hægt að sjá hvort maður ætti að beygja til vinstri eða hægri á skjánum. Eftir að hafa keyrt í tvo hringi benti Sara réttilega á það að við ættum frekar að fylgja götuheitunum. Það gerðum við og þá fórum við að rúlla í rétta átt.
Komum til Dúddu kl.20 eins og planað hefði verið. Dúdda er systir mömmu Söru og býr í Stockholm, bara svo þið vitið. Þar var okkur boðið í mat og svefn, sem við þáðum með þökkum.
Daginn eftir fórum við niðrá Drottningargötu í miðbænum og röltum hana þangað til við komum inná Gamla Stan eyjuna. Þar er elsti hluti borgarinnar og það var mælt með því við okkur að við færum þangað. Mjög fallegt, en þegar maður býr í Lund, þá sér maður svipuð hús nánast á hverjum degi. Frá Gamla Stan fórum við í bátsferð til Tívólísins og til baka, en tívólí-ið var lokað svo við fórum ekkert í það. Aðalega til þess gert að sjá borgina.
Fyrir þá sem ekki vita er Stockholmur byggður á árósum, þ.e.a.s. eyjum. Sem gefur borginni mjög sterkan svip og ég heillaðist alveg undir eins. Get varla beðið að fara aftur... það fer nú samt að styttast í það. Rolf kennarinn minn og allir tónsmíða nemendurnir fara á klassíska tónlistar hátíð þar í boði skólans 6.-8. nóv. Þá verður stuð !!
Saríanna frænka Söru (25 ára) hitti okkur seinni partinn og gat sýnt okkur aðeins um borgina og sagt okkur hluta af sögu hennar.
Við Sara ákváðum að vera ekkert að fara á djammið að þessu sinni, fórum heldur heim til Dúddu í Sushi og spjall. Sátum, borðuðum og spjölluðum allt kvöldið. Frá 19-24. Ótrúlega kósý og mjög mikilvægt fyrir mig að eiga svona stórar fjölskyldu máltíðir þar sem ég borða oftast einn hérna úti í herberginu mínu.
Talandi um fjölskyldur þá eru foreldrar mínir líklegast í loftinu núna á leiðinni í heimsókn. Ég tek á móti þeim útá Lund Central rúmlega 13. Alltaf gaman að fá heimsóknir !
Daginn eftir keyrðum við af stað heim. Við ætluðum að leggja af stað kl.9:30 en töfðumst í dýrindis morgunverði og kveðjum til rúmlega 10. Þegar við vorum rétt komin út fyrir borgina hringir Dúdda í okkur: "krakkar ég gleymdi að segja ykkur að það er kominn vetrartími núna". Sem þýðir einfaldlega það að við græddum einn klukkutíma og vorum því lögð af stað á hárréttum tíma! Svona erum við ótrúlega stundvís (og heppin).
Ferðin heim gekk hrakfallalaust fyrir sig nema Sara fékk pizzu í hádegismat sem henni fannst ekki góð :P
Áfram með gleðina!
p.s. ég ætla að setja inn fleiri myndir og kannski video þegar síminn minn nær að hlaða sig. Hleðslutækið hlýtur að koma í dag...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
vá, ég vona ad thegar ég eignast einhvern tímann kærasta ad hann muni smyrja fyrir mig nesti.
það er ekki vottur af efa í mínum huga um að hann muni gera það...
hehe þetta sagði mamma mín líka;) nesti er mikilvægt já :)
já þetta var góð ferð :) svo tek ég þig með mér einhvern tíman til örebro til Höllu =)
Heyrðu já og Hvíti báturinn á myndinni er farfuglaheimili en ekki hótel eins og ég sagði fyrst :P
takk fyrir frábærar móttökur og sýnisferðir um Lund og Málmey,verða Snussi og Tussi ein meðan þú ert í Stokkhólmi?Við hefðum betur smurt okkur nesti fyrir heimferðina,prísarnir hrikalegir í Köben og frá 1. nóv. er allur matur seldur í flugvélum Flugleiða,svo mottóið er nesti við öll tækifæri
Post a Comment