Saturday, October 4, 2008

Svensk lektion/gjaldþrot skiptinemanna




Mér áskotnuðust 2 frímiðar á generalprufu Konunglegu Dönsku óperunnar á stykkinu "partenope" eftir George Frideric Handel. Ég og Jón skelltum okkur á fimmtudaginn. Þetta eru tæpir 4 tímar svo við ákváðum að láta okkur hverfa eftir annað hlé. Ekki því að stykkið væri ótrúlega leiðinlegt, heldur því við höfðum planað að hitta fólk á bar (hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað þegar börnin stinga af úr óperu til að fara á bar). Jón hafði kannski heldur ekki alveg eins mikla list á þessu og ég. Og ekkert nema gott um það að segja. Svo er næsta dönskuferð áætluð í kvöld. Daði ætlar að halda íslendinga partý ... löngu kominn tími á það segi ég.
Það verður samt líklega síðasta danmerkur ferðin í einhvern tíma , þar sem ég verð að fara að spara penginginn. Samhliða gjaldþroti bankanna og íslensku krónunnar kemur gjaldþrot skiptinemanna. Nú kostar allt nánast tvöfallt í DK það sem það kostaði fyrir stuttum tveimur vikum síðar. Sænska krónan er sem betur fer "bara" 16 íslenskar á meðan sú danska er 20. Nú hættir maður að fara út að borða í smá tíma og kaupir bara Euroshopper mat í kjörbúðinni.

Til að svara mömmu gellu, þá er hér lýsing á fyrsta sænskutímanum okkar.

Þetta er stór hópur, uþb 10-12 krakkar, og á mjög misjöfnu stigi í sínu sænskunámi. Gong frá Kína t.d. (já , hann heitir Gong :) ) er á algerum núll punkti á meðan Masa frá Japan og Peter frá Búlgaríu kunna smá. Veit ekki alveg með Fabíó frá Ítalíu (já, hann heitir Fabíó). En svo erum við hin , sem kunnum ágætan grunn. Þetta er erfiður hópur að kenna ég veit , en flestir af okkur sem kunna e-ð urðum fyrir smá vonbrigðum með tímann.

Eina sem við gerðum var að segja: "vad heter du" við hvort annað og læra aðeins um þjóðerni hvors annars. Þar sem að þetta eru tveir og hálfur tími ætlum við að biðja um að honum verði skipt í tvennt svo allir fái e-ð fyrir sinn snúð. Fyrri helmingurinn verði grunnatriði og seinni verði fyrir lengra komna. Og annar helmingurinn getur þá gert einhver verkefni á meðan hinn er að vinna með kennaranum.

Annars læri ég mest á því að tala bara við vini mína annaðhvort á msn eða í skólanum...

6 comments:

Anonymous said...

Já það er þetta með einstaklingsbundna námið, einmitt það sem ég er að glíma við á hverjum degi.

Frábær ópera.....og að stinga af og fara á bar, bara í góðu lagi ;) taka sitt lítið af hvoru.

En um dýrtíðina, hún Magga sem kennir með mér ætlaði að fara í vetrarfríinu sínu að heimsækja son sinn sem er við nám í Berlín, en er hætt við vegna þess að farmiðarnir hafa hækkað svoooo mikið. Sem betur fer er ég búin að kauða miða fyrir löngu til að heimsælkja minn frábæra son í vetraarfríinu ha, ha, ha......

Anonymous said...

Gellan sem er á leið til Svíþjóðar er svo heppin að vera gift veiðimanni sem fiskar í frystikistuna og síðan, er eins og skáldið sagði," siglt á frystikistunni í gegn um kreppu brotsjóina"

Helgi said...

haha :)

Þið eruð líka alveg extra sniðug :)

Sara náði nú í miða á ágætis verði. Þeir voru flestir á yfir 40-45000 en ég held að hún hafi sloppið með undir 35000.

Anonymous said...

ég fekk þá á 32500 kr. en þetta var líka eina helgin fram að áramótum sem miðarnir voru undir 45 þúsund :S

Helgi said...

vel sloppið myndi ég segja :)

jennzla said...

Ég hlusta ekki á væl í fólki sem er með gjaldmiðil sem kostar undir 195 krónur íslenskar...shi hvað þetta er mikið rugl!

En takk fyrir lagasendingarnar - bara innspírasjón eftir innspírasjón eftir innspírasjón í gangi hérna ;o)

Get bara leyft mér að horfa á óperur á netinu ;oP

En við skulum nú vona það besta og að þetta lagist....sem fyrst!