Monday, June 28, 2010

Tankurinn 4.júlí

Hey ya´ll

Þá er maður kominn frá Texas. Sunnudaginn 4.júlí munum við, ég og húsbandið, keyra í upptökur á ´Fugl fyrir vestan´ hjá Önna Páls í Tankinum.

Húsbandið eru:

Slagverk: Haukur Vagnsson
Harmonikka: Hrólfur Vagnsson
Bassi: Valdimar Olgeirsson
Ukulele/Gítar: Jón Hallfreð Engilbertsson
Söngur/Ukulele: Helgi Rafn Ingvarsson

Einhverjar hugmyndir eru um að jafnvel gera myndband, en það hefur ekkert verið staðfest hvað það varðar enn. Einar bróðir kom þó með alveg frábæra hugmynd sem hægt væri að notast við ef það verður kílt á þetta. Meira um það síðar.

kv.
HR

Monday, June 7, 2010

Tankurinn í Júlí




Meira frá sönglagakeppninni.

Um leið og ég kem frá Texas í lok Júní munum við (ég og húsbandið frá keppninni) hefjast handa við að taka upp ´Fugl fyrir vestan´, vinningslag Sönglagakeppni Vestfjarða, til útgáfu.

Þið getið hlustað á LIVE útgáfu af laginu inná Gogoyoko HÉRNA

Tankurinn, stúdíó, á Flateyri verður aðsetur okkar á meðan þessu stendur. Eitt flottasta stúdíó á landinu, og þá ekki síst fyrir staðsetningu.

Meira fljótlega.

Sunday, June 6, 2010

Sönglagakeppni Vestfjarða 2010

"Úrslitakvöld Sönglagakeppni Vestfjarða var haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í gærkvöldi - föstudag 4. júní. Kvöldið tókst frábærlega og eru aðstandendur keppninnar í sjöunda himni yfir hvað framkvæmdin tókst vel.

Sigurlag kvöldsins var „Fugl fyrir Vestan“ eftir Helga Rafn Ingvarsson, en hann flutti lagið sjálfur. Í öðru sæti var „Alltaf, alltaf“ eftir Ingva Þór Kormáksson í flutningi Böðvars Reynissonar. Í þriðja sæti var svo lagið „Vestfirðir“ eftir Ægi Örn Ingvason, Gunnar Vigfús Guðmundsson og Benjamín Hrafn Böðvarsson við texta Ólafs Sv. Jóhannessonar sem jafnframt flutti lagið.

Áheyrendur völdu besta lag og besta flytjanda að sínu mati og var lag Helga Rafns „Fugl fyrir vestan“ einnig valið sem besta lagið hjá áheyrendum, en Heiða Ólafs var valin besti flytjandinn, en hún flutti lag Trausta Bjarnasonar, „Heima“.
"

Meira á heimasíðu keppninnar: www.songvakeppni.is

Live upptaka af ´Fugl fyrir vestan´ er komin á Gogoyoko: HÉRNA

Nýtt útlit og nýtt hlutverk

Þá er blogsíðan búin að taka stakkaskiptum.

Hún er hætt að vera blogsíða tileinkuð skiptináminu í Svíþjóð og orðin að fréttasíðu fyrir þau tónlistarverkefni sem ég er að vinna að hverju sinni.

Meira síðar...

Kv.
Helgi