Monday, October 20, 2008

Video gláp


Núna er önnur yfirferð hafin. Í gær horfði ég aftur á Godfather og The Sea Hawk. Í dag er það The pianist og 8 mile... kannski fleiri. Í annarri yfirferð horfi ég á myndina og punkta hjá mér alla staði þar sem tónlist kemur fyrir og kannski smá punkt um það afhverju tónlistin sé þarna en ekki annars staðar. Í þriðju yfirferð þá hoppa ég bara beint á tónlistarstaðina og sé hvort það séu einhverjar leyndar tengingar á milli þeirra.

Sumir myndu segja að þetta væri nú frekar skemmtileg gerð af rannsóknarvinnu fyrir ritgerð. Bara horfa á bíómyndir. Jú jú ég get alveg tekið undir það, en þetta er líka mjöööög tímafrekt. Kostir og gallar við allt.

Þar sem ég er að skrifa um frumleika í nútíma kvikmyndatónlist , þá er næsta verkefni að finna einhverja mynd sem er yndislega ófrumleg þegar kemur að tónlistar framsetningu. Þá mynd ætla ég að hafa sem miðpunkt ritgerðarinnar... síðan flokka ég allar hinar myndirnar niður í flokka og tala um þær með hliðsjón af þessari yndislega ófrumlegu.

Áfram með gleðina...

p.s. svona í lokin verð ég að benda ykkur á merkilega grein sem rithöfundurinn Andri Snær skrifaði á vísir.is. Skyldulesning fyrir alla: "úr einu ruglinu í annað"

4 comments:

Anonymous said...

klassamyndir sem þú horfir á,sá klassa leikgerð leikf.Kópavogs í gær, Skugga Svein. frábært hjá þeim

Anonymous said...

spennandi....:)

Anonymous said...

Já, ég held að þetta sé skemmtilegt verkefni sem þú ert að glíma við, sérstaklega þar sem þú et nú tónlistarmaður. Ég er hins vegar að skrifa um menningarsálfræði (cultural-psychology)og það er nú bæði tímafrekt krefjandi. En sáum sem sagt Skugga-Svein á sunnudaginn þar sem bæði Arnar og Gríma fara á kostum, alveg frábær uppsetning.

Helgi Rafn said...

leiðinlegt að missa af því ... vonandi eru til einhverjar myndir?