Monday, October 6, 2008

Áfram með gleðina



Mikið sungið og hlegið á laugardaginn í íslendingapartý-inu. Ósköp venjuleg gleði annars og ekki frá miklu að segja. Langaði bara að deila með ykkur nokkrum góðum myndum sem Skúli tók. Við Olga gistum svo hjá Jóni og áttum alvöru Sunnudag. Vöknuðum kl.14, náðum í Kebab og horfðum svo á myndina Superbad... góð stemming það...

P.s.
Það má taka það fram að þessar tómu bjórdósir eru ekki allar eftir okkur. Mest var eftir partý sem var kvöldið áður í sömu íbúð. Flott mynd samt :)

P.s.2
Ég var bara að muna hvað mig dreymdi í nótt. Mig dreymdi að mér hefði áskotnast ókeypis flug til íslands og að ég hafi skroppið heim yfir helgina og hitt alla. Ég man sérstaklega eftir að hafa dreymt Gulla og Depil. Þeir tveir sem ég hef ekkert heyrt í, né séð, eftir að ég fór út. Ef þið sjáið þá , þá megið þið klappa þeim frá mér og segja þeim að drulla sér á msn :P

Áfram með gleðina !

5 comments:

Anonymous said...

mjáaaaaaaaaaaaaaaaaaaaá ,?mjá mja mjá murrrrrrrrr,enginn segir mér neitt, ertu í Svíþjóð, hjelt að þú værir fluttur til Söru,Ingvar er búinn að kleappa mér, fyrirgefdu stafsetininguna, murrrrrrrrrrrr

Helgi said...

hah , gaman að heyra frá þér depill :)

Anonymous said...

ég héllt þið hefðið horft á Little miss Sunshine...:P

ég er búin að segja Gulla að fara á msn en því miður hef ég ekkert rekist á Depil, ég skal segja honum ef ég sé hann ;) ég sé samt að hann er að lesa bloggið þitt ;)

Anonymous said...

hahaha! Ég hef alltaf vitað að Depill væri ofur köttur! I knew it!

Helgi said...

heyrðu , svo var sunshine í láni heima hjá Olgu :P En superbad var mjög skemmtileg. Þannig að enginn skaði skeður...