Wednesday, October 1, 2008

den vacraste stad i hela Sverige!









































Ja, Helgi bör i den vacraste stad i hela Sverige: Lund! (vacraste - fallegasta)

Það er ótrúlega upplífgandi að fá sér göngutúr um bæinn eftir að hafa verið að læra allan morguninn. Alltaf e-ð nýtt að sjá og byggingarnar auðvitað ævintýralegar.

Lét svo líka fylgja með mynd frá útskriftar tónleikum skólans. Hér er fiðlueinleikari að spila með Malmö symphonie. Og hún var að útskrifast með hvorki meira né minna en doktorsgráðu í fiðluleik. Enda spilaði hún stórkostlega...

Svo skilst mér að við skiptinemarnir séu að byrja í sænsku kennslu í dag. Tveir tímar í senn, einu sinni í viku. Hlakka til!

7 comments:

Anonymous said...

Þá dettur mér í hug ljóðið um Vakra Skjóna,Vakri er þá komið úr sænsku, fyrsta erindið.
Hér er fækkað hófaljóni
heiminn kvaddi Vakri Skjóni
enginn honum frárri fannst.
Bæði mér að gamni og gagni
góðum ók ég beisla vagni
til á meðan tími vannst.
Höf. Jón frá Bægisá.

Anonymous said...

frábært ;) svo kenniru mér sænsku þegar þú kemur heim :) svo verðurru að passa þig að gleyma ekki íslenskunni ;)

Helgi said...

flott ljóð... en líka pínu sorglegt !

jennzla said...

Ohhh hvað þetta er kósí! Svo fallegt! Ekki eins og london sem er aðallega bara grá og drasl út um allt!

En þá kíkir maður bara í garðana eða niður í bæ. Þar er oftast aðeins betra útlit í gangi ;o)

Anonymous said...

Vá, fallegt! Skrítið að sjá þessari myndir og líta svo út um gluggan hér heima og sjá snjóinn! =)

Helgi said...

já , bara kominn snjór og alles? Frétti það, það er nú orðið mjög kalt hjá okkur. En samt ennþá mikil haust stemming... ekki kominn vetur alveg strax :)

Anonymous said...

Hvernig gengur sænskunámið, vacra Helgi :0)

Keypti mér skó í dag til að vera í í snjónum á Íslandi og kuldanum í Sverige, ofsa flottir....ég er algjör gella í þeim, eða þannig;)