Sunday, October 12, 2008

Tusse och Jag



Hér á bæ eru tveir kettir. Tusse og Sessie. Karin nefndi þá eftir persónum í sænskum barnaþætti. Fyrsta mánuðinn voru kettirnir ekki alveg sáttir með mig hérna. Könnuðust ekki við mig og hlupu hræddir í burtu þegar ég reyndi að nálgast þá. Sessie er eldri og virðist ráða ferðinni, leyfir Tusse varla að koma inní húsið nema bara til að borða. Þannig að Tusse sefur alltaf útí garði. Nýlega hinsvegar, höfum við Tusse orðið ágætis vinir. Ég bræddi hjarta hans með reyktri skinku. Núna hef ég loksins vingast við alla meðlimi hússins. Sessie er kannski aðeins þrjóskari en virðist vera búin að viðurkenna mig á heimilinu. Góður mælikvarði er hvort þeir leyfa manni að taka sig upp. Sessie kvæsir bara , en Tusse er orðinn afslappaðri...

Á föstudaginn fór ég í partý. Við krakkarnir ætluðum í international partý en svo var uppselt, þeir sem áttu miða fóru inn en við hin fórum annað. Ég komst að því að Lund háskólinn er einn sá stærsti í Evrópu þegar kemur að skiptinemum svo það var nóóóóg af útlendingum á svæðinu. Til að gefa ykkur einhverja hugmynd þá eru stofnaðir svona mentor hópar svo að skiptinemarnir kynnist innbyrðis. Til erum 40 hópar og í hverjum eru ca.30. Ég kynntist t.d. kínverskum strák að nafni Dong Yang. Hann var ótrúlega sleipur í ensku og mjög gaman að spjalla við hann og fræðast um fjarlæga menningarheima. Eftir að hafa verið úthýsað úr því festi fórum við Dong og fleiri í næsta nation hús. Nation eru einskonar nemendafélag og svoleiðis félög má finna útum allan bæ. Stórar byggingar þar sem nemendur lifa og djamma.

Fyrir utan húsið var rauður dregill og dyraverðir. Eftir að hafa þurft að tala dyravörðinn til (því við vorum ekki meðlimir í nation-inu, þýski strákurinn sá um það, Mikael?) komumst við loksins inn. Þessi staður minnti mun meira á næturklúbb en nemendafélag... tveir barir, fatahengi, pulsusala... bara allt :)

Hér er lítið video sem sýnir hvernig stemmingin er á leiðinni út á lífið. Venjan er sú að fara á hjóli sem mér fannst svona frekar fyndið, en meikar líka fullkomið sens. Lagið er "party song" með Blink 182, svona aðeins til að peppa upp annars atburðalaust video :P


p.s. Svar við spurningu Ernu frænku. Ritgerðin gengur allt í lagi, hún liggur samt í salti eins og er. Það eru verk sem þarf að æfa sem ég þarf að klára áður en ég helli mér 120% í hana :P

6 comments:

Anonymous said...

Það er ekki leiðinlegt að búa á næturklúbb með pulsusölu! :)

gaman hvað allir hjóla allt út í útlöndum :) héllt samt að það mætti ekki hjóla og drekka ? =P

Helgi Rafn said...

held það sé bannað... en fáir kippa sér upp við það... enda hef ég aldrei séð neinn sauða drukkinn hjólandi...

Anonymous said...

Hmm.. Nafnid "Sessie" er tekid úr mynd frá bandaríkjunum, thar sem tveir hundar og ein kisa (Sessie) eru ad reyna ad komast heim til sín (frá einhverstadar sem ég man ekki)... "Den otroliga vandringen". Ekki teiknimynd. Nafnid Tusse bara kom :)

Just so we're clear ;)

Gaman ad sjá hversu vel thú ert ad kynnast lífinu, ekki síst stúdentalífinu, í Lundi!! Skilurdu núna hjólavenjuna mína? :)

Helgi said...

gott að þú leiðréttir þetta.

ójá , það er ekki annað hægt en að elska hjól hér. Það er bara vesen að ferðast um á bíl, en ekkert mál á hjóli.

Anonymous said...

ég var að horfa á þessa mynd þar seinustu helgi :) hún var á rúv

jennzla said...

Homeward bound myndi ég giska á að myndin heiti. Love it!

Og líka Milo and Otis :o)

Mig langar í hjól. Er bara soldið hrædd við að hjóla í umferðinni hérna, því maður verður að hjóla á akreinunum, ekki gangstéttunum, og margar götur hérna fáránlega þröngar. Þegar maður er í strætó og fer fram hjá hjólreiðamanni þá er hann eiginlega nær manni en sá sem situr við hliðina á manni í strætóinum!

Og svo er líka öfug umferð.

Og það er ótrúlega gaman að hjóla fullur, gerði það stundum í sumar og varð aldrei meint af og löggan kippti sér aldrei upp við það.

Ohhhh sakna hjólsins míns!