Wednesday, October 22, 2008

på väg til Stockholm!



Sara kemur á morgun í heimsókn nr.2. Við erum búin að taka frá bíl hjá Avis og ætlum að keyra til Stockholm snemma á föstudaginn. Ferðin tekur örugglega svona 6-7 tíma er mér sagt, en við fáum lánað GPS tæki hjá Hrafnhildi þannig að ég hef engar áhyggjur. Við gistum hjá frænku Söru í einu af úthverfunum. Minnir að Sara hafi sagt að gatan héti Hjartargata. Hún bara leiðréttir það ef svo er ekki ... Ég hlakka allavega óóótrúlega til og get varla beðið. Löngu kominn tími á að breyta aðeins til í rútínu hversdagsins. Það kemur líklega brjálað mynda og videoblog eftir helgi ! En þangað til...

... áfram með gleðina...

4 comments:

Anonymous said...

En spennó :) góða skemmtun, farið þið nú varlega elskurnar mínar, passið hvort annað og varið ykkur á myrkrinu.......

Anonymous said...

hehe já ég geri það ;)

já hún heitir hjartagata eða vegur eða eitthvað svoleiðis en bara á sænsku :P hlakka líka voða til :)

sjáumst eftir minna en sólarhring! :D

Anonymous said...

Góða skemmtun og keyrið varlega.
Sibba frænka.

Anonymous said...

varið ykkur á drukknum elgum sem eiga það til að vafra um á þjóðvegum Svóþjóðar eftir neyslu á gerjuðum berjum og ávöxtum, eða eru það birnir? góða ferð og gleði