Monday, March 28, 2011

Seinasti séns

Það er seinasti séns til að sjá Alla leið heim á laugardaginn næsta, 2.apríl. Miðasala í s.865-6731 eða midar@nfsu.is.

"Sýningin var hröð, atriðaskipti örugg og stundum var atriði varla byrjað þegar það var búið og maður varð að grípa andann á lofti til að hlæja áður en næsta atriði var komið á fullan skrið." - Silja, Tímarit Máls og ...Menningar. 20.mars.

"Ríkisstjórinn var bestur, en svolítill senuþjófur." "Þið notuðuð rýmið vel, flóðið var æðislegt! Maður fann alveg tilfinninguna að vera að undir vatni!" "Stóri gaurinn söng flottan bassa." (Aðstandendur Bjargar Einarsdóttur)

"Mér fannst allur söngurinn svo æðislegur." "KKK senan var uppáhald, og lokalagið :D" (Aðstandendur Ármanns Ingunnarsonar)

Sunday, March 20, 2011

Frábær umfjöllun fyrir ´Alla leið heim´

Við Árni og Leikfélag FSU fáum asskoti góða umfjöllun í Tímariti Máls og menningar fyrir leikritið ´Alla leið heim´.

Hér er útdráttur:

Sviðið er raunar geysistórt miðrými og leiksvið í rúmgóðum samkomusal, og veitir ekki af, en hugkvæmni leikstjórans Árna Kristjánssonar á sér heldur ekki mikil takmörk. Sýningin var hröð, atriðaskipti örugg og stundum var atriði varla byrjað þegar það var búið og maður varð að grípa andann á lofti til að hlæja áður en næsta atriði var komið á fullan skrið. Ég er þá til dæmis að hugsa um beljuna (Sara Sif Kristinsdóttir) sem var skotin!
Sérstaka athygli vekur tónlistin í sýningunni sem Helgi Rafn Ingvarsson stýrir. Það sem vantaði upp á í framsögn bættu ungmennin upp í söng. Auk titillagsins verður söngur sírenanna, Írenu Víglundsdóttur, Kristrúnar Steingrímsdóttur og Þórdísar Imsland, sérstaklega minnisstæður. Það hefði verið auðvelt að láta þær leiða sig hvert sem vera skyldi.
Leikgerðina upp úr bíómyndinni vann leikstjórinn með Snorra bróður sínum en það var leikráð FSU sem fékk hugmyndina. Hún hefði nú getað dregið kjarkinn úr minni körlum en þeim Árna, Snorra og Helga Rafni en árangurinn er svo góður að mikið má vera ef leikgerðin verður ekki notuð víðar á næstu árum.


Greinin í heild sinni er svo hér:
http://tmm.forlagid.is/?p=2313#more-2313

Miðasala í síma 865-6731

Saturday, March 19, 2011

Frumsýning í gær - Alla leið heim


Leikfélag FSU var með frumsýningu í gærkvöldi á verkinu sínu ´Alla leið heim´, fluttningurinn gekk vel og góð stemming myndaðist jafnt meðal áhorfenda og flytjenda. Við Árni vorum mjög ánægðir með útkomuna og allir sem komu að sýningunni í miklu spennufalli eftir á. Troðfullur salur og mikil gleði.

Það er búið að vera mjög gefandi að vinna með þessum krökkum.

Stefnt er á nokkrar sýningar. Ef þið hafið gaman af gleði leikhúsi, kíkið þá á þessa sýningu. Meiri upplýsinar á meðfylgjandi plakati.

Friday, March 4, 2011

Hljómsveitarnafn tilkynnt



Við höfum ákveðið að nafnið á bandinu okkar Jóns er "Flugdrekafélagið" eða "KiteCompany" á ensku. Logo-ið sést hér. Útfrá nafninu og tónlistinni væri hægt að skilgreina okkur sem "Jarðbundnir skýjaglópar".

Svo hafa tveir snillingar bæst í umtalað félag. Edda Björk Jónsdóttir og Björg Birgisdóttir. Þær munu sjá um bakraddir og aðrar laglínu kúnstir. Báðar vel söng menntaðar og með gott tónlistarhjarta. Við fögnum þeim og bjóðum þær velkomnar.

Að öllum líkindum verðum við með tónleika í sal Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu föstudaginn 8.apríl. Allir velkomnir og frítt inn.

Meira um það síðar.

Svo styttist óðum í frumsýningu hjá FSU, en það er 18.mars. Rennsli ganga vel. Sýningin hefur hlotið nafnið "Alla leið heim" en sá titill er tekinn úr upphafs stemmu sýningarinnar "Ó gyðja".

Takk
Helgi Rafn