Thursday, October 9, 2008

Íslensk...?

Þegar maður aðhefst í stórborg eins og Malmö þá er það ekki fjarri að ópersónulegur tónn svífi yfir vötnum. Hundruðir þúsunda sem ana um göturnar í sínum erindagjörðum. Þetta er enginn Hvammstangi þar sem allir þekkja alla.

Í svona kringumstæðum gæti verið hæpin hugmynd að kynnast einhverju nýju fólki. Allir í vörn en varnarlausir inn við beinið.

Samt sem áður henti það mig um daginn...

Þar sem ég sat á Södervarn að bíða eftir 171 til Lund sest kona á bekkin við hliðiná mér, góð viðbót við félagsskapinn sem ég hafði fram að því. Þoglumæltur róni að tala um biblíuna á sænsku, mjög gaman. Við yrðum nú ekkert á hvort annað fyrr en eftir að hún hefur tekið upp síman og hringt eitt símtal. Hún hringir og er að reyna að ná sambandi við einhvern Sverri (sem ég veit núna að er yfirmaður hennar). Auðvitað gríp ég það á lofti og spyr hvort hún sé íslensk. Svo var ekki , ítölsk er hún og við tökum að snakka um hitt og þetta á leiðinni í bussinum. Í ljós kemur að við höfum nánast sama klassíska tónlistarsmekk og búum nálægt hvort öðru í Lund.

Svo sem ekkert merkileg saga í sjálfu sér og ég á örugglega aldrei eftir að rekast á hana aftur. Það er bara svo gaman af fólki og samskiptum...

5 comments:

Anonymous said...

gaman að lesa svona sögu úr daglega lífinu,ekki eitthvað væl um úrvalvísitölu og kreppu, þú hefðir ekki hitt þetta fólk ef þú ferðaðist um á einkabíl t.d.

Anonymous said...

Æðislegt! Svona á þetta að vera!Gott blogg og góð saga. Gaman að þú skildir svo nefna Hvammstanga, kannast við það =)

Helgi said...

ekki að ég hafi meint að gera lítið úr Hvammstanga... Hvammstangi er staðurinn :)

jennzla said...

Skemmtileg saga!

Láttu mig vita ef þú rekst á frænkur mínar ;o)

Anonymous said...

Já, þó að það sé stundum erfitt að ferðast svona einn/ein þá er þetta sjarmurinn við það, eins og sagt er á góðri íslensku. Maður kynnist og upplifir hlutina allt öðruvísi.

Gaman að heyra frá þér og er ekki að ganga vel að skrifa BA ritgerðina þína ?

kveðja frá Ernu og co