Sunday, November 30, 2008

Draumur

Mig hefur dreymt mikið uppá síðkastið....

Í nótt dreymdi mig að ég gæti spilað á fiðlu... ekkert voðalega vel en nógu vel til að geta spilað einföld lög.

Ég var niðrí listaháskóla og í fiðlutíma með Grétu Salóme vinkonu minni og fiðluleikara. Kennarinn okkar sagði okkur að spila þennan dúett en ég ruglaðist nokkrum sinnum og afsakaði mig. Þær, kennarinn og Gréta, voru voða skilningsríkar. Skemmtilegur draumur...

Svo dreymdi mig í fyrrinótt að ég væri kominn heim á undan áætlun. Áður en prófið í tónlistarsögu væri og jólapartý-ið hjá skiptinemunum. Þegar ég áttaði mig á því að ég væri kominn heim of snemma greip mig panikk út af prófinu og sektarkennd út af partý-inu því þau færðu það til 10.des bara út af mér.

Þegar ég vaknaði tók það mig smá tíma að átta mig á því að þetta hefði bara verið draumur... svona er mannshugurinn merkilegt fyrirbæri...

Svo bara tónleikar eftir 6 og hálfan tíma. Eftir tvo tíma ætlum við Magnus (samnemandi minn sem ætlar að stjórna verkinu) að hitta hörpuleikarann hana Hörpu ...

... nei grín ... það hefði samt verið fyndið. Hún heitir Miriam og við ætlum að kíkja yfir partinn hennar fyrir tónleikana því hann er nokkuð slunginn.

-Seinna vinir !

Friday, November 28, 2008

Túnið



Hér gefur að líta og heyra fyrsta kaflan í ENM verkinu mínu (ensamble for new music) sem heitir einfaldlega "Túnið" eftir atriði í lokaverkefninu mínu. Martin á tenor básúnu og Elias á túbu.

Það sem gerir þetta skemmtilegt er að Martin er með svo kallaðan ´Loop Station´ pepal sér við hægri fót og með honum tekur hann upp fyrri hlutan af röddinni sinni á meðan túban er með sóló. Það er hljóðnemi á bak við nótna statífið sem hann spilar inní. Þegar röðin er komin að Martin að spila sóló þá ýtir hann á þar til gerðan takka á pedalnum og þá spilast fyrri hlutinn sem undirspil fyrir sólóið hans. Fyrra sóló-ið í túbunni er endurtekið og verður þá að millispili.

Sem sagt ... 3 raddir , en aðeins 2 hljóðfæraleikarar. Gaman að þessari tækni...

Eftir sóló-in koma 2 flautur, 3 klarinett, blokkflauta og harpa sem voru nú ekki með á þessari æfingu. Verkið verður flutt í fullri lengd á sunnudaginn í Skissernas museum hér í Lund... það verður gaman að sjá hvernig það kemur út.

-Áfram með gleðina...

Wednesday, November 26, 2008

Ritgerð

"Eftir forsöguna komum við til nútímans og sjáum Fróða (Elijah Wood) sitja við tré í heimalandi sínu, Héraði (Shire). Sá atburður er mikilvægur í tónlistinni því þá heyrum við fyrst það sem ég kalla ´gleðistefið´ með klarinettið í forgrunni. Án efa mest áberandi tilfinninga tvöföldunar stefið í allri myndinni og gott dæmi um ófrumleika. Lord of the rings fjallar um andstæður, um baráttu góðs og ills. Sauron og orkarnir hans öðru megin, Bilbo, Gandalf (Ian McKellen) og restin af föruneytinu hinumegin. Aðalstefið á móti gleðistefinu. Klisjuheitin í notkun gleðistefsins verða stundum svo mikil að manni langar helst til að hið illa sigri hið góða, að aðalstefið sigri gleðistefið. En af gömlum vana höldum við auðvitað með góðu gæjunum."

Örlítið brot úr ritgerðinni minni, texti sem ég var að vinna í um daginn... Greining á hringadróttinssögu nr.1

Gáfulegt?

-HR

Monday, November 24, 2008

Íslenskt menningarkvöld!





Daði heimsótti mig á laugardaginn. Við fórum á pöbb og ég sýndi honum helstu staðina í Lund. Á sunnudeginum fórum við svo í skiptinemaíbúðina í Malmö og elduðum við krakkana. Fyrsta hugmyndin var að hafa íslenska kjötsúpu en súpukjötið var svo dýrt þannig að við höfðum íslenska grænmetis súpu í staðinn, eða "hunter soup" ... Sú nafngift kom svona til:

Liina: "Helgi , tell us the tale of this food"

Helgi: "yes ... often me and my dad go fishing in the wilds and then we (or him) cook something similar... kind of a hunter soup"

Kais: "aw yeah ... manly hunter soup!!"

Allir: "hahaha..."

Hepnaðist nokkuð vel og allir (nema portúgalski/spænski strákurinn að því er virtist) sáttir. Með þessu höfðum við auðvitað Brennivín. Því var tekið furðulega vel, einstaka einstaklingur sem fékk sér jafnvel þrisvar í glasið... ég gruna finnsku stelpurnar.

18 dagar þar til ég kem heim... !

-Helgi

ps. svo lét ég slæðast með fallega vetrar mynd af dómkirkjunni og skemmtilega mynd af Jonatan, mér og Staffan þegar við vorum í stokkhólmi!

Saturday, November 22, 2008

SNJÓR !




Ég sagði í gær að það væri kominn snjór... ég var aðeins of fljótur á mér. Það hélt áfram að snjóa svo að segja allan daginn í gær í Lund á meðan ég var í Malmö. Þegar ég kom heim var svo að segja allt á kafi. Það var alveg svona ekta snjóbylur um 16 leytið þegar ég var á leiðinni úteftir til að hitta John og Johann á æfingu. Til samanburðar við myndina sem ég setti á færsluna í gær af garðinum hef ég sett aðra frá sama sjónarhorni, tekna í morgun, og aðra tekna í gærkvöldi. Þessi snjór kom alveg á réttum tíma því ég hafði verið að segja við sjálfan mig "það er ekki eins fallegt og það var þegar öll laufin eru fallin af trjánum". Svo kom Snorri blessaður og reddaði því á einu augabragði. Rosalega fallegt ... en ég get ekki lengur gengið í inniskónum mínum á milli húsana eins og áður...

NÚNA er kominn snjór...

Friday, November 21, 2008

Snjór á skáni
























Ekki bjóst ég við þessu. Ég vaknaði í morgun og þá var bara kominn smá snjór. Ekkert að viti, en nóg til að þekja garðborðið, garðstólana, þökin á bílunum og hálft þakið á húsinu. Ég frétti nú að það væri myndarlegur snjór heima... ég vona að hann verði ennþá þegar ég kem heim 11.des.

En nóg af masi ...

... áfram með ritgerðina ! Núna er ég að rífa í mig ´Lord of the rings: Fellowship of the Ring´.

Kíkið svo á þessa góðu grein hjá baggalúti

Tuesday, November 18, 2008

Jazzinn læknar

Nú er loksins að birta til í veikindum mínum. Hóstinn orðinn grynnri, úthaldið meira osfrv. Sem þýðir ekkert annað en það að nú get ég hætt að sofa út og byrjað að vakna snemma og einbeita mér almennilega.

Um daginn héldu nokkrir nemendur ´hádegisjazz´ tónleika í skólanum. Skemmtilegt uppbrot í daginn... (og bloggið)


Saturday, November 15, 2008

Hallå från Sverige - taka 2



Mest allt efnið tekið uppí partý-i haldið í skiptinema íbúðinni 8.nóv. Nema ég er heima hjá mér daginn eftir og Staffan og Jonatan eru niðrí skóla í electroakustik stúdíó-inu.

Friday, November 14, 2008

Älgen Hälge og básúnu sóló



Hérna úti má finna teiknimynda sögu um elg sem heitir Helgi. Ég er ekki frá því að það sé líka smá svipur með okkur. Minnir man pínu á looney toons... veiðimaður að elta elginn og elgurinn leikur á hann. Rétt eins og Kalli Kanína og hvað hann nú hét sem var alltaf að reyna að veiða Kalla.

Svo eru aðeins 27 dagar í að ég komi heim og nóg að gera í skólanum. Þessa dagana er ég að reyna að semja stykki sem byrjar á solo fyrir básúnu... það gengur ekki vel, en ég finn á mér að á morgun muni innblásturinn koma. Í dag fann ég nokkur áhugaverð básúnu video á youtube. Hér sjáið þið Christian Lindberg flytja verk eftir ("tón")listamanninn John Cage. Merkileg stúdía á básúnunni...



svo að segja allar mögulegar leiðir kannaðar til að skapa hljóð á básúnu. Annað verk sem hefur gert garðinn frægan eftir Cage: "4:33" þar sem píanóleikarinn kemur inn á sviðið og sest við píanóið en situr í þögn í nákvæmlega 4 mínútur og 33 sekúndur. Verkið er þá bara öll þau hljóð sem heyrast í áhorfendum. Þeas andadráttur, hósti, brak í stólum, umferðin fyrir utan o.s.frv. Gott að pæla aðeins í Cage til að víkka aðeins upplifun manns á tónlist.

Ég er nú ekki að leytast við að semja svona Cage básúnu verk , en það er gott að vita hvaða möguleika maður hefur :)

-HR

ps. ég ætla að setja nýjasta video blogið inn líklega á morgun...

Wednesday, November 12, 2008

Hallå från Sverige

Nýtt video blog hefur litið dagsins ljós.

hægt er að skoða það á facebook síðunni minni eða með því að smella á þennan link:

http://www.facebook.com/video/video.php?v=44338637993&saved


Áfram með gleðina !

ps. látið mig vita ef linkurinn virkar ekki...

Monday, November 10, 2008

HEIMFERÐ!

Það er rétt að minnast á það hér að ég er búinn að bóka ferð heim þann 11.desember! Ég lendi rúmlega kl.14 að íslenskum tíma. Við erum þá að tala um mánuð og einn dag í það að ég komi heim ! Miðað við hvernig rúmlega tveir og hálfur mánuður eru búnir að líða eins og að drekka vatn þá verður þessi eini mánuður sem eftir er ekkert mál! Hlakka til að koma heim !

Svo vil ég benda öllum á síðuna http://www.indefence.is

e-ð fyrir alla sanna íslendinga!

Ma & Pa 30.okt - 4.nóv




Mamma og pabbi komu í langþráða ferð til Lundar þann 30.nóv. Langar fallegar gönguferðir og góður matur einkenndu heimsóknina. Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það því ég þarf að fara að læra! Ég var búinn að einsetja mér það að komast í 5 gírinn í dag í náminu! Njótið bara myndanna og haust/vetrar dýrðarinnar!

ps. Í dag eða á morgun panta ég flugfarið heim ! :)

Wednesday, November 5, 2008

Vetur

Núna er kominn vetur á skáni. Maður getur ekki lengur labbað á stutterma bol útí líkamsræktarstöð. En þó það sé kalt , þá er líka ótrúlega falleg. Trén í fullum haust skrúða. Foreldrar fóru heim í gær eftir góða Helgar heimsókn. Meira um það í næsta blogi ( það er ljóst að maður verður að bloga meira, ég er að detta aftur úr hægt og rólega). Svo fer ég í seinni Stockholm ferðina mína á morgun. Ég og Staffan tökum saman lest um hádegi frá Malmö Central. Tilefnið er Stockholm international composers festival... allt í boði skólans. Fullt af tónleikum og vonandi stuði.

Strax á morgun set ég inn video blog sem ég bjó til áðan. Það tekur bara svo langan tíma að hlaðast upp að ég nenni ekki að gera það núna , en strax á morgun þegar ég vakna ;)