Wednesday, October 15, 2008

Kemur aldrei vetur á Skáni?


Mér skilst að það komi aldrei vetur á skáni. Svo segir allavega hún Bryndís sem bauð okkur Jóni í óperuna um daginn. Hún lýsir sínum fyrsta "vetri" á skáni svona: "það var sumar, svo kom haust... svo kom haust... svo var haust... og svo kom vor!"

Ég gerði mér varla grein fyrir því hvað tímanum líður. Kominn svo að segja miður október... og á mánudaginn rölti ég í ræktina á bolnum. Glampandi sól. Ekki kannski heitt þannig séð , en alls ekki kalt heldur. Í dag er rigning og rok, en í gær þegar ég mætti í skólan var stemmingin mjög sumarleg. Margir sátu léttklæddir úti í hádegispásunni sinni, með bros á vör.

En núna verð ég að halda áfram að skrifa ritgerðina mína ... hún er loksins komin á skrið.

Áfram með gleðina!

6 comments:

Anonymous said...

Oh......... ég vildi að ég sæti úti í góða veðrinu á Skáni;o
Annars var veðrið með besta móti í dag, síðdegissól, en svalt.
Gangi þér vel með ritgerðina, en hvernig er það annars Helgi tónskáld, ertu ekki búinn að semja neitt nýtt fallegt lag?

OlgaMC said...

já það er líka eitt sem mér finnst fyndið; það var einhver í skólanum mínum að tala um hvað hún elskaði haustsólina, sem mér finnst frekar fyndið því á íslandi er bara haustrigning. svo í dag voru allir að kvarta yfir kulda. ég er samt hætt að nenna að vera: "á íslandi er þetta nú bara hlýtt miðað við árstíma".

Helgi said...

Olga: haha já , maður ætti bara að þegja með svona komment þangað til einhver spyr. Er að verða frekar þreyttur á því líka :)

Mamma: jú ég er búinn að semja fullt. Engin lög, en var að klára opnunarverkið fyrir lokaverkefnið mitt. Svo er ég að fara að byrja á verki fyrir vind orkestru með básúnu sóló-i. Nóg að gera :)

Anonymous said...

Nú kemur aldrei vetur í svíþjóð?? Ég man alltaf eftir því að þegar ég heyrði í frænkum mínum á veturnar þa var bara allt á kafi í snjó ( um jólin)....en já Lund er nú samt miklu neðar en stokkhólmur svo það getur vel verið að það snjói ekkert þar :)

en er ekki haustið allveg æðislega fallegt hjá þér? =) Með öll þessi tré

Helgi said...

júbbs... lauf allsstaðar í öllum litum ! :)

jennzla said...

Næs!

Hér er voða fallegt haust en svo durllukalt að ég er farin að kvíða vetrinum frekar mikið!

En kannski er ég bara kuldaskræfa.

You lucky bastard!