Wednesday, November 5, 2008

Vetur

Núna er kominn vetur á skáni. Maður getur ekki lengur labbað á stutterma bol útí líkamsræktarstöð. En þó það sé kalt , þá er líka ótrúlega falleg. Trén í fullum haust skrúða. Foreldrar fóru heim í gær eftir góða Helgar heimsókn. Meira um það í næsta blogi ( það er ljóst að maður verður að bloga meira, ég er að detta aftur úr hægt og rólega). Svo fer ég í seinni Stockholm ferðina mína á morgun. Ég og Staffan tökum saman lest um hádegi frá Malmö Central. Tilefnið er Stockholm international composers festival... allt í boði skólans. Fullt af tónleikum og vonandi stuði.

Strax á morgun set ég inn video blog sem ég bjó til áðan. Það tekur bara svo langan tíma að hlaðast upp að ég nenni ekki að gera það núna , en strax á morgun þegar ég vakna ;)

2 comments:

Anonymous said...

er farið að snjóa??

Helgi said...

nei ... ekkert svoleiðis ennþá. Rignir bara nokkuð ...