Wednesday, November 26, 2008

Ritgerð

"Eftir forsöguna komum við til nútímans og sjáum Fróða (Elijah Wood) sitja við tré í heimalandi sínu, Héraði (Shire). Sá atburður er mikilvægur í tónlistinni því þá heyrum við fyrst það sem ég kalla ´gleðistefið´ með klarinettið í forgrunni. Án efa mest áberandi tilfinninga tvöföldunar stefið í allri myndinni og gott dæmi um ófrumleika. Lord of the rings fjallar um andstæður, um baráttu góðs og ills. Sauron og orkarnir hans öðru megin, Bilbo, Gandalf (Ian McKellen) og restin af föruneytinu hinumegin. Aðalstefið á móti gleðistefinu. Klisjuheitin í notkun gleðistefsins verða stundum svo mikil að manni langar helst til að hið illa sigri hið góða, að aðalstefið sigri gleðistefið. En af gömlum vana höldum við auðvitað með góðu gæjunum."

Örlítið brot úr ritgerðinni minni, texti sem ég var að vinna í um daginn... Greining á hringadróttinssögu nr.1

Gáfulegt?

-HR

5 comments:

Anonymous said...

Ég er ekki dómbær, hef ekki séð myndina, hvað þá heyrt tónlistina.

Anonymous said...

ég er mjög spennt fyrir því að lesa ritgerðina þína. Mér finnst þetta mjög spennandi viðfangsefni. Og ég get ekki sagt að ég sé venjulega spennt fyrir að lesa ritgerðir fólks. Þannig að rokkprik fyrir þig.

Anonymous said...

Ég held að það sé heldur ekkert að marka mig, ég er ekkert að einbeita mér á fullu að tónlistinni þegar ég horfi á myndir og svo er líka svo langt síðan ég sá hana :P

Helgi Rafn said...

Minnsta mál Olga, ég skal senda á þig eintak um leið og hún kemur volg úr prentsmiðjunni...

Anonymous said...

Ég ætla að bíða með komment þangað til ég fæ hana til yfirlesturs, eða á ég ekki annars að gera það?

Gangi þér vel með skrifin, mundu bara að nota ritmál, ekki talmál.

Mamma kennari