Friday, November 14, 2008

Älgen Hälge og básúnu sóló



Hérna úti má finna teiknimynda sögu um elg sem heitir Helgi. Ég er ekki frá því að það sé líka smá svipur með okkur. Minnir man pínu á looney toons... veiðimaður að elta elginn og elgurinn leikur á hann. Rétt eins og Kalli Kanína og hvað hann nú hét sem var alltaf að reyna að veiða Kalla.

Svo eru aðeins 27 dagar í að ég komi heim og nóg að gera í skólanum. Þessa dagana er ég að reyna að semja stykki sem byrjar á solo fyrir básúnu... það gengur ekki vel, en ég finn á mér að á morgun muni innblásturinn koma. Í dag fann ég nokkur áhugaverð básúnu video á youtube. Hér sjáið þið Christian Lindberg flytja verk eftir ("tón")listamanninn John Cage. Merkileg stúdía á básúnunni...



svo að segja allar mögulegar leiðir kannaðar til að skapa hljóð á básúnu. Annað verk sem hefur gert garðinn frægan eftir Cage: "4:33" þar sem píanóleikarinn kemur inn á sviðið og sest við píanóið en situr í þögn í nákvæmlega 4 mínútur og 33 sekúndur. Verkið er þá bara öll þau hljóð sem heyrast í áhorfendum. Þeas andadráttur, hósti, brak í stólum, umferðin fyrir utan o.s.frv. Gott að pæla aðeins í Cage til að víkka aðeins upplifun manns á tónlist.

Ég er nú ekki að leytast við að semja svona Cage básúnu verk , en það er gott að vita hvaða möguleika maður hefur :)

-HR

ps. ég ætla að setja nýjasta video blogið inn líklega á morgun...

4 comments:

Anonymous said...

Ég er nú allveg sammála, þessi elgur er bara næstum því eins og tvíburabróðir þinn :)

Eg held þetta reddist allveg hjá þér Helgi minn eins og alltaf :) ... ef ekki þá bara geriru svona þögn eins og kallinn :)

Helgi said...

haha já ! ... góð hugmynd !! :)

Anonymous said...

vinalegar skepnur en óspennandi á diski, hvernig væri að semja verk undir áhrifum frá Afríku , regndans frá Rúanda eða gleðióð frá Ghana , bara hugmynd,músikin frá suður afríku er sjúklega flott

Helgi said...

veistu pabbi , þetta er e-ð sem mig langaði alltaf að gera ... en það er rosalega erfitt að finna "raunverulegar" upptökur til að stúdera. Ég fór á öll helstu tónlistarbókasöfn á höfuðborgarsvæðinu en fann bara nýaldar afríku tónlist. Ekkert af þessu ekta gamla tribal. Kannski ég ætti að sjá hvort ég finni e-ð hérna úti ?