Friday, November 21, 2008

Snjór á skáni
























Ekki bjóst ég við þessu. Ég vaknaði í morgun og þá var bara kominn smá snjór. Ekkert að viti, en nóg til að þekja garðborðið, garðstólana, þökin á bílunum og hálft þakið á húsinu. Ég frétti nú að það væri myndarlegur snjór heima... ég vona að hann verði ennþá þegar ég kem heim 11.des.

En nóg af masi ...

... áfram með ritgerðina ! Núna er ég að rífa í mig ´Lord of the rings: Fellowship of the Ring´.

Kíkið svo á þessa góðu grein hjá baggalúti

5 comments:

Anonymous said...

það er bara snjó "skán" hérna á suð vestur horninu,það vantar norðlenska stórhríð með rafmagnsleysi og kertaljósum

Helgi said...

oh já ... það er alltaf kósý ... svo lengi sem enginn slasast auðvitað. Ég er nú ekki búinn að lifa lengi , en ég man samt eftir þessum gömlu góðu snjóbyljum sem maður sér varla lengur. Synd og skömm...

Anonymous said...

já, það er allaveganna ekki hægt að festa bílinn sinn enn og ekki hægt að búa til snjókall! :P

gaman samt að þú skulir hafa fengið snjó kútur ;)

Anonymous said...

úff ég eeelska tónlistina í LOTR .. það var fyrst þá sem ég fór að íhuga kvikmyndatónsmíði...all hail Howard Shore..

Helgi Rafn said...

mikið um fallega tónlist já ... en ég er reyndar að tæta hana í mig í þessari ritgerð :) ég ætti að senda þér hana þegar hún er tilbúin fyrst þú hefur áhuga á efninu ...