Friday, November 28, 2008

Túnið



Hér gefur að líta og heyra fyrsta kaflan í ENM verkinu mínu (ensamble for new music) sem heitir einfaldlega "Túnið" eftir atriði í lokaverkefninu mínu. Martin á tenor básúnu og Elias á túbu.

Það sem gerir þetta skemmtilegt er að Martin er með svo kallaðan ´Loop Station´ pepal sér við hægri fót og með honum tekur hann upp fyrri hlutan af röddinni sinni á meðan túban er með sóló. Það er hljóðnemi á bak við nótna statífið sem hann spilar inní. Þegar röðin er komin að Martin að spila sóló þá ýtir hann á þar til gerðan takka á pedalnum og þá spilast fyrri hlutinn sem undirspil fyrir sólóið hans. Fyrra sóló-ið í túbunni er endurtekið og verður þá að millispili.

Sem sagt ... 3 raddir , en aðeins 2 hljóðfæraleikarar. Gaman að þessari tækni...

Eftir sóló-in koma 2 flautur, 3 klarinett, blokkflauta og harpa sem voru nú ekki með á þessari æfingu. Verkið verður flutt í fullri lengd á sunnudaginn í Skissernas museum hér í Lund... það verður gaman að sjá hvernig það kemur út.

-Áfram með gleðina...

6 comments:

Anonymous said...

Frábært Helgi, vildi að ég kæmist á Skissernas museum á sunnudaginn.:/ Verð það í anda.

Anonymous said...

hæ hæ

Gaman að fylgjast með þessari smíði. Spyr nú sá sem ekki veit en má nota í ritgerðinni orð eins og stativ, pedal, sólo og slíkt eða verður þú að íslenska orðin ?

Hér er 7 stiga frost og ískalt en við erum að fara að selja jólatré með skátafélaginu Svan ! Hrólfur verður við sölubásinn og við eitthvað að aðstoða, bara gaman.

Nú styttist í heimferðina hjá þér og skátaliðið á Túngötu biður að heilsa.

Helgi said...

það hefur ekki verið sett nein bein regla um þetta mál svo ég viti , en af gömlum vana finnst mér flottara að íslenska orðin. Ef þau eru flókin í þýðingu set ég enska orðið í neðanmálsgrein... Gangi ykkur vel með jólatrén :)

Anonymous said...

Hæhæ!

Meira hvað þú ert klár í tónlistinni! öfund yfir til svíþjóðar!

Anonymous said...

já frekar áhugavert brot úr ritgerðin...mátt endilega senda mér hana þegar hún er tilbúin...

Anonymous said...

allt byrjaði þetta í skólahljómsveit Kópavogs ,margar góðar minningar,gangi þér vel í dag