Það sem mér finnst áhugaverðast við MHM (musikhögskolan i malmö) er sú staðreynd að það sé hægt að vera á Folk musik braut. Þ.e.a.s. þjóðartónlistarbraut. Í LHÍ höfum við ekkert sem kemst nálægt þessu, nema þau séu búin að negla inn einhverjum nýjum kúrsum á meðan ég hef verið í burtu. Á miðvikudaginn tóku nokkrir Folk musik nemendur sig saman og héldu smá dansiball, bæði til að þau gætu æft sig og svo vantar alveg fleiri félagslega viðburði innan skólans finnst mér. Auðvitað skellti ég mér... tók nokkur spor... og einnig nokkur video... Söngvarinn í video-inu (sem ég því miður man ekki hvað heitir) kenndi mér nokkur spor og svo skelltum við Katrin (Belgía) okkur útí djúpu laugina og lærðum með því að byrja bara á því að bulla e-ð. Mjööög skemmtilegt.
Þetta snýst aðalega um að ganga í takt , snúa sér og dansfélaganum þegar maður er í stuði til þess og svo stappa niður af og til á þungu slagi. En ef maður er einn af þeim lengri komnu, þá getur maður tekið spor eins og þau gera í síðustu klippunni. Beygja sig niður á hnén eða slá saman hæl og lófa. Svo er það bara hugmyndaflugið...
3 comments:
Þetta var gaman að sjá. Þú þarft að taka þetta með okkur þegar þú kemur heim ! Þá verður þú kanski ein og þessi í lokin sem smellir í hæl og beygir sig niður.
Allt gott héðan, milt og gott veður, rok og rigning og allt þar á milli eins og þú þekkir.
Gangi þér vel.
kveðja Erna
hehe skemmtilegt =)
Þú ert nú meiri video kallinn =D
Sammála Ernu, þetta þurfum við systur að læra
Post a Comment