Við Árni Kristjánsson settum saman í eitt stykkið jólalaga demó. Lagið heitir "fáránlega skemmtileg jól". Gleðilega hátíð !
Faranlegaskemmtilegjol by HelgiRafn
Saturday, December 25, 2010
Saturday, December 18, 2010
Sniglabandið - Kastljós
Sniglabandið verður í Kastljósinu á mánudagskvöld og flytur nýtt lag í tilefni af 80 ára afmæli RÚV, "Til hamingju". Matthías Baldursson (matti sax) setti saman og útsetti fyrir blásturinn og kórinn. Ég mun spila á Baritonhorn (Euphonium). Aðrir í brassinu eru: Þorvaldur á básúnu, Þórir og Daníel á Horn, Matti á soprano sax og Jón Óskar og Steinar á trompet. Útkoman er skemmtileg og metnaðarfull.
Ég mæli með því að stilla á Kastljósið á Rúv, mánudagskvöldið 20.des.
Thursday, December 16, 2010
Sönglagahefti vaknar
Góðan og blessaðan daginn.
Loksins er ég byrjaður að skrifa langþráð sönglagahefti. Það hafa safnast upp hjá mér allskonar minni tónsmíðar sem ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera við þangað til mér var bent á að gefa þau útí hefti fyrir söng og píanó. Eftirspurn eftir slíkum heftum er nokkur hjá söngkennurum og fl. Í versta falli þá er ég bara búinn að skrásetja þessi verk á öruggum stað.
Ég sé fram á að þetta gætu orðið allavega 10 verk í þessu hefti. Sum jafnvel í tveimur útsetningum, annars vegar fyrir undirleik og söng, og svo hins vegar fyrir kór. Upphaflega átti þetta aðeins að vera aríur úr Skuggablómum (óperunni) en nú liggur beinast við að skella öllu tilfallandi með, sem á við.
Þarna verður hægt að finna einsöngslög fyrir bæði karla- og kvennraddir.
Áætluð verklok eru í febrúar.
p.s. Sönglagahefti sem ég hef til viðmiðunar eru t.d. eins og "Strax eða aldrei" eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson
Loksins er ég byrjaður að skrifa langþráð sönglagahefti. Það hafa safnast upp hjá mér allskonar minni tónsmíðar sem ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera við þangað til mér var bent á að gefa þau útí hefti fyrir söng og píanó. Eftirspurn eftir slíkum heftum er nokkur hjá söngkennurum og fl. Í versta falli þá er ég bara búinn að skrásetja þessi verk á öruggum stað.
Ég sé fram á að þetta gætu orðið allavega 10 verk í þessu hefti. Sum jafnvel í tveimur útsetningum, annars vegar fyrir undirleik og söng, og svo hins vegar fyrir kór. Upphaflega átti þetta aðeins að vera aríur úr Skuggablómum (óperunni) en nú liggur beinast við að skella öllu tilfallandi með, sem á við.
Þarna verður hægt að finna einsöngslög fyrir bæði karla- og kvennraddir.
Áætluð verklok eru í febrúar.
p.s. Sönglagahefti sem ég hef til viðmiðunar eru t.d. eins og "Strax eða aldrei" eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson
Wednesday, December 8, 2010
Guildhall viðtal
Um helgina fór ég til London í viðtal fyrir Master í tónsmíðum hjá Guildhall, school of music and drama (http://www.gsmd.ac.uk/). Til að gera langa sögu stutta, þá fékk ég, svo að segja, samstundis inngöngu.
Hér er lengri útgáfan: Ég var mættur tveimur tímum fyrir viðtalið til að geta litið á Barbican Center sem er þarna samtengt skólanum. Þar er að finna, fyrir þá sem ekki vita, tónleikasali, listasöfn, veitingastaði, kaffihús, leikhús o.fl. Ekki amalegt að hafa þá aðstöðu í næsta húsi.
Þegar klukkan var orðin 17:10 var mér vísað á æfingaherbergi þar sem ég gat undirbúið mig fyrir viðtalið. kl.17:50 sótti annar prófdómarinn mig og fylgdi mér í viðtalið. Venjulegt viðtal svosem; við ræddum fyrri menntun, framtíðarhorfur, spurningar mínar varðandi námið og væntingar, tónlistina sem ég sendi inn o.fl. Þeir voru sérstaklega hrifnir af kórverkinu mínu ´Ég hverf brátt til skýja´.
Að viðtalinu loknu var ég beðinn um að stíga stutt fram á gang svo þeir gætu rætt saman. Eftir 30 sek. hóuðu þeir aftur í mig og sögðust vilja veita mér inngöngu strax. Ég þakkaði auðsýndan heiður. Mér lýst vel á skólan, umhverfið, kennarana og andan, en ég á ennþá eftir að skoða Konunglegu skólana í Köben og Stokkhólmi.
Ég fékk póst frá Köben (http://www.dkdm.dk/) í gær þar sem þau boðuðu mig í viðtal, á þó eftir að fá nákvæma tímasetningu.
Wednesday, November 24, 2010
Tónbrot
Þá er það endanlega komið. Verkið er tilbúið og ég orðinn stoltur hljómkviðu eigandi. Stykkið er í prentun og ég á von á litlum 12 A3 eintökum í dag, svo verður þessu skellt í umslög og sent útí heim í skóla víðsvegar með umsókn um mastersnám.
Hérna er brot úr verkinu (2.kafli, um miðbik verksins) (athugið að þetta er aðeins midi afspilun, tölvan spilar ekki verkið 100% eins og það myndi hljóma í lifandi fluttningi)
Skuggablomsymphonysample1 by HelgiRafn
Hérna er brot úr verkinu (2.kafli, um miðbik verksins) (athugið að þetta er aðeins midi afspilun, tölvan spilar ekki verkið 100% eins og það myndi hljóma í lifandi fluttningi)
Skuggablomsymphonysample1 by HelgiRafn
Saturday, November 13, 2010
Tvístrik #1
Tvístrikið fræga er komið! Spjallið við Hróðmar var einkar gagnlegt og mörg tæknileg atriði löguð. Svo hjálpaði líka bókin sem ég var að fá í hendurnar frá amazon.com: music notation in the twentieth century a practical guidebook (takk Einar) og þá sérstaklega fyrir hörpu partinn, þar sem miklir tækni núansar tengjast því hljóðfæri. Ég lærði heldur betur af því þegar ég skrifaði fyrir hörpuleikara útí Malmö haustið 2008 og fékk partinn til baka allan útkrotaðan með leiðréttingum.
Þó að tvístrikið sé komið við endan er ekki öll vinnan búin, nú þarf að fara í gegnum hvert hljóðfæri fyrir sig (35 talsins) og hreinskrifa.
Ég ætla að skella tóndæmi úr verkinu á síðuna fljótlega...
Sunday, October 31, 2010
Kaflarnir þrír
Nýtt verkefni hefur litið dagsins ljós. Ég og vinur minn Jón Gunnar Biering (Shadow Parade) erum að vinna í því að koma frá okkur nokkrum lögum í prufutöku formi, sem þá vonandi þróast e-ð áfram. Eins og er, virðist stefnan vera tekin á elektrónískt alþýðupopp en það getur ennþá allt breyst.
Hljómkviða #1 gengur vel og fer ég með hana í prófarkarlesningu til Hróðmars Sigurbjörnssonar tónskálds í komandi viku og ætti maður þá að geta sett tvístrikið fræga fyrir aftan síðustu nótuna í nóvember, fyrir utan hreinskrif og annað dúll. Það kæmi mér svo sem ekkert á óvart ef maður væri að dúlla sér í því fram í janúar. Alveg sama hvað maður rennir oft yfir verk, það er alltaf hægt að finna e-ð til að slípa.
Mesti höfuðverkurinn núna er að ákvarða hvort og hvar eigi að fjölga hljóðfærum eða fækka til að ná sem bestu jafnvægi milli hljóðfærahópa.
Ég er búinn að vera að flakka á milli þess að hafa verkið bara einn kafla eða taka það alla leið og hafa þá þrjá. Í dag hallast ég að því að hafa það bara einn kafla í bili en ég get þá alltaf bætt við seinna hinum tveimur til að fullkomna söguna.
-1.kafli er frásögn Tinnu um hennar líðan í klóm Skuggablómanna (Arían "Drottning í húmi").
-Kafli 2 segði frá Skuggablómunum og hvernig þau vilja fá Tinnu endanlega inní myrkrið með því að krýna hana til drottningar í hirð sinni (Aríósan "Vesalings Tinna")
-Í kafla 3 stígur Hrafn inní söguna, hjálpar Tinnu að hjálpa sjálfri sér og Skuggablómin lúta í lægri hlut, allavega í bili (óákveðið tónefni, líklega dúett arían úr 2.þætti)
Fínt að taka eitt skref (kafla) í einu.
Talandi um hljómkviður: Beethoven er alltaf góður
http://www.youtube.com/watch?v=4uOxOgm5jQ4
http://www.youtube.com/watch?v=rRgXUFnfKIY
Hljómkviða #1 gengur vel og fer ég með hana í prófarkarlesningu til Hróðmars Sigurbjörnssonar tónskálds í komandi viku og ætti maður þá að geta sett tvístrikið fræga fyrir aftan síðustu nótuna í nóvember, fyrir utan hreinskrif og annað dúll. Það kæmi mér svo sem ekkert á óvart ef maður væri að dúlla sér í því fram í janúar. Alveg sama hvað maður rennir oft yfir verk, það er alltaf hægt að finna e-ð til að slípa.
Mesti höfuðverkurinn núna er að ákvarða hvort og hvar eigi að fjölga hljóðfærum eða fækka til að ná sem bestu jafnvægi milli hljóðfærahópa.
Ég er búinn að vera að flakka á milli þess að hafa verkið bara einn kafla eða taka það alla leið og hafa þá þrjá. Í dag hallast ég að því að hafa það bara einn kafla í bili en ég get þá alltaf bætt við seinna hinum tveimur til að fullkomna söguna.
-1.kafli er frásögn Tinnu um hennar líðan í klóm Skuggablómanna (Arían "Drottning í húmi").
-Kafli 2 segði frá Skuggablómunum og hvernig þau vilja fá Tinnu endanlega inní myrkrið með því að krýna hana til drottningar í hirð sinni (Aríósan "Vesalings Tinna")
-Í kafla 3 stígur Hrafn inní söguna, hjálpar Tinnu að hjálpa sjálfri sér og Skuggablómin lúta í lægri hlut, allavega í bili (óákveðið tónefni, líklega dúett arían úr 2.þætti)
Fínt að taka eitt skref (kafla) í einu.
Talandi um hljómkviður: Beethoven er alltaf góður
http://www.youtube.com/watch?v=4uOxOgm5jQ4
http://www.youtube.com/watch?v=rRgXUFnfKIY
Friday, September 17, 2010
Hljómkviða #1
Hljómkviða nr.1 er í vinnslu. Hérna er forsíðan eins og hún lítur út í dag. Tónefni hennar er unnið úr tveimur aríum úr Óperuþykkninu Skuggablóm sem við Árni Kristjánsson skrifuðum 2007 og óperudeild Söngskólans í Reykjavík frumflutti svo eftirminnilega 24.október sama ár í Salnum Kópavogi með styrk frá Kópavogsbæ.
Áætluð verklok: Janúar/Febrúar 2011
Sunday, August 22, 2010
Bigbönd eru best
Monday, August 16, 2010
Menningarnótt ´10 kl.15 - Smiðjustíg
Þá er ástarvikan búin og við Brynhildur viljum þakka öllum sem mættu á tónleikana á Bifröst sem og Bolungarvík, jafnframt þeim sem lögðu hönd á plóginn.
Næst er það menningarnótt.
Big band Svansins heldur skemmtilega söngtónleika á menningarnótt (dag) í portinu fyrir framan Faktorý bar á Smiðjustíg 6 (áður Grand rokk).
Með bandinu verða söngvararnir: Edgar Smári, Áslaug Helga og Helgi Rafn.
Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl.15:00.
...Stjórnandi er: Matthías V. Baldursson (Matti sax)
Frítt fyrir alla og allir velkomnir að sjálfsögðu.
Thursday, August 12, 2010
Bolungarvík í kvöld, fimmtudag
Húsfylli var á Bifröst og flestir virðast hafa skemmt sér vel. Ég veit allavega að ég og Brynhildur áttum góða stund. Við þökkum kærlega fyrir okkur.
Í kvöld er það Bolungarvík og þangað er áætlaður leynigestur. Frægur maður á vestfjörðum og nýlegur heimsmethafi (óbeint).
Hérna er smá grein um ástarvikuna á Skutlinum
http://skutull.is/frettir/Astarvikan_i_Bolungarvik_i_fullum_gangi
Monday, August 2, 2010
Ástarvikan -Stásstofutónleikar
Ástarvikan er komin á hreint.
Ég spila þriðjudaginn 10.ágúst á Ástarvikunni í Bifröst og fimmtudaginn 12.ágúst á Ástarvikunni á Bolungarvík - Stásstofutónleikar
Eins og áður sagði verð ég með blússöngkonuna Brynhildi Oddsdóttur með mér til halds og trausts og munum við grípa í mörg hljóðfæri, svo sem Kassagítar, Ukulele, Hljómborð, Fiðlu, Bongo o.fl. jafnvel.
Það er verið að vinna í því að koma upp síðunni www.astarvikan.is og mun hún líklega birtast í komandi viku.
Miðaverð er 1500 kr. "og Sigurlag sönglagakeppni Vestfjarða árið 2010 "Fugl fyrir vestan" eftir Helga Rafn fylgir frítt til niðurhals fyrir hvern tónleikagest"
Hlakka til að sjá ykkur.
Sunday, August 1, 2010
Ástarvikan
Að öllum líkindum mun ég troða upp í Bolungarvík og Bifröst í ástarvikunni 8.-14. ágúst. Með mér í för verður blússöngkonan Brynhildur Oddsdóttir.
Nánari dags- og tímasetning kemur líklega strax eftir helgi.
Nánari dags- og tímasetning kemur líklega strax eftir helgi.
Thursday, July 29, 2010
Loksins loksins
Þá er komið að því. Lagið er loksins komið á netið og allir geta fengið að heyra eins og þeim listir.
http://www.gogoyoko.com/#/album/Fugl_Fyrir_Vestan/
Munið að gefa einkun og ýta á hjarta!
Ef þú ert ekki með Gogoyoko aðgang, þá er mjög auðvelt og ókeypis að búa slíkan til. Eftir það geturu hlustað á alla tónlist ókeypis en fyrir bestu gæðin er best að hlaða laginu niður (þá fer fællinn úr 96kbps uppí 320kbps, sem er betra)
Gjörið svo vel og njótið
-Helgi
http://www.gogoyoko.com/#/album/Fugl_Fyrir_Vestan/
Munið að gefa einkun og ýta á hjarta!
Ef þú ert ekki með Gogoyoko aðgang, þá er mjög auðvelt og ókeypis að búa slíkan til. Eftir það geturu hlustað á alla tónlist ókeypis en fyrir bestu gæðin er best að hlaða laginu niður (þá fer fællinn úr 96kbps uppí 320kbps, sem er betra)
Gjörið svo vel og njótið
-Helgi
Bjögun og rugl
Ég á í smá vandræðum með að setja lagið upp á netið. Það endar alltaf bjagað hjá mér sama hvað ég reyni. Ég á von á lausn á málinu á morgun...
Tuesday, July 27, 2010
Radiomix væntanlegt
Loka Radiomix er á leiðinni inná Gogoyoko, það ætti að detta inn í dag eða á morgun. Ef þú ert ekki með Gogoyoko aðgang þá er mjög auðvelt og ókeypis að búa einn slíkan til.
www.gogoyoko.com
Svo ef þú heyrðir viðtalið um daginn og fannst lagið skemmtilegt, væri ég mjög þakklátur ef þú færir inná vinsældarlista Rásar2 og skrifaðir neðst "Fugl fyrir vestan" og "Helgi Rafn" undir "Veldu lag sem er ekki á listanum sem þér þykir líklegt til vinsælda (valfrjálst)"
Vinsældarlistin er hér: http://www.ruv.is/topp30/
Eða senda póst á :
agust.bogason@ruv.is
heida@ruv.is
olafurpg@ruv.is
Með fyrirfram þökk
Helgi Rafn
www.gogoyoko.com
Svo ef þú heyrðir viðtalið um daginn og fannst lagið skemmtilegt, væri ég mjög þakklátur ef þú færir inná vinsældarlista Rásar2 og skrifaðir neðst "Fugl fyrir vestan" og "Helgi Rafn" undir "Veldu lag sem er ekki á listanum sem þér þykir líklegt til vinsælda (valfrjálst)"
Vinsældarlistin er hér: http://www.ruv.is/topp30/
Eða senda póst á :
agust.bogason@ruv.is
heida@ruv.is
olafurpg@ruv.is
Með fyrirfram þökk
Helgi Rafn
Monday, July 19, 2010
Frumflutningur á Rás2
Við erum búnir að liggja sveittir yfir þessu undanfarnar vikur en nú er loksins komið að því.
Frumflutningur í útvarpi á ´Fugl fyrir vestan´.
Við erum að tala um þriðjudaginn 20.júlí kl.11:10 hjá Heiðu Ólafs í H&M.
FM 90.1 á höfuðborgarsvæðinu.
Frumflutningur í útvarpi á ´Fugl fyrir vestan´.
Við erum að tala um þriðjudaginn 20.júlí kl.11:10 hjá Heiðu Ólafs í H&M.
FM 90.1 á höfuðborgarsvæðinu.
Wednesday, July 14, 2010
Myndir frá Tankinum
Monday, June 28, 2010
Tankurinn 4.júlí
Hey ya´ll
Þá er maður kominn frá Texas. Sunnudaginn 4.júlí munum við, ég og húsbandið, keyra í upptökur á ´Fugl fyrir vestan´ hjá Önna Páls í Tankinum.
Húsbandið eru:
Slagverk: Haukur Vagnsson
Harmonikka: Hrólfur Vagnsson
Bassi: Valdimar Olgeirsson
Ukulele/Gítar: Jón Hallfreð Engilbertsson
Söngur/Ukulele: Helgi Rafn Ingvarsson
Einhverjar hugmyndir eru um að jafnvel gera myndband, en það hefur ekkert verið staðfest hvað það varðar enn. Einar bróðir kom þó með alveg frábæra hugmynd sem hægt væri að notast við ef það verður kílt á þetta. Meira um það síðar.
kv.
HR
Þá er maður kominn frá Texas. Sunnudaginn 4.júlí munum við, ég og húsbandið, keyra í upptökur á ´Fugl fyrir vestan´ hjá Önna Páls í Tankinum.
Húsbandið eru:
Slagverk: Haukur Vagnsson
Harmonikka: Hrólfur Vagnsson
Bassi: Valdimar Olgeirsson
Ukulele/Gítar: Jón Hallfreð Engilbertsson
Söngur/Ukulele: Helgi Rafn Ingvarsson
Einhverjar hugmyndir eru um að jafnvel gera myndband, en það hefur ekkert verið staðfest hvað það varðar enn. Einar bróðir kom þó með alveg frábæra hugmynd sem hægt væri að notast við ef það verður kílt á þetta. Meira um það síðar.
kv.
HR
Monday, June 7, 2010
Tankurinn í Júlí
Meira frá sönglagakeppninni.
Um leið og ég kem frá Texas í lok Júní munum við (ég og húsbandið frá keppninni) hefjast handa við að taka upp ´Fugl fyrir vestan´, vinningslag Sönglagakeppni Vestfjarða, til útgáfu.
Þið getið hlustað á LIVE útgáfu af laginu inná Gogoyoko HÉRNA
Tankurinn, stúdíó, á Flateyri verður aðsetur okkar á meðan þessu stendur. Eitt flottasta stúdíó á landinu, og þá ekki síst fyrir staðsetningu.
Meira fljótlega.
Sunday, June 6, 2010
Sönglagakeppni Vestfjarða 2010
"Úrslitakvöld Sönglagakeppni Vestfjarða var haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í gærkvöldi - föstudag 4. júní. Kvöldið tókst frábærlega og eru aðstandendur keppninnar í sjöunda himni yfir hvað framkvæmdin tókst vel.
Sigurlag kvöldsins var „Fugl fyrir Vestan“ eftir Helga Rafn Ingvarsson, en hann flutti lagið sjálfur. Í öðru sæti var „Alltaf, alltaf“ eftir Ingva Þór Kormáksson í flutningi Böðvars Reynissonar. Í þriðja sæti var svo lagið „Vestfirðir“ eftir Ægi Örn Ingvason, Gunnar Vigfús Guðmundsson og Benjamín Hrafn Böðvarsson við texta Ólafs Sv. Jóhannessonar sem jafnframt flutti lagið.
Áheyrendur völdu besta lag og besta flytjanda að sínu mati og var lag Helga Rafns „Fugl fyrir vestan“ einnig valið sem besta lagið hjá áheyrendum, en Heiða Ólafs var valin besti flytjandinn, en hún flutti lag Trausta Bjarnasonar, „Heima“. "
Meira á heimasíðu keppninnar: www.songvakeppni.is
Live upptaka af ´Fugl fyrir vestan´ er komin á Gogoyoko: HÉRNA
Sigurlag kvöldsins var „Fugl fyrir Vestan“ eftir Helga Rafn Ingvarsson, en hann flutti lagið sjálfur. Í öðru sæti var „Alltaf, alltaf“ eftir Ingva Þór Kormáksson í flutningi Böðvars Reynissonar. Í þriðja sæti var svo lagið „Vestfirðir“ eftir Ægi Örn Ingvason, Gunnar Vigfús Guðmundsson og Benjamín Hrafn Böðvarsson við texta Ólafs Sv. Jóhannessonar sem jafnframt flutti lagið.
Áheyrendur völdu besta lag og besta flytjanda að sínu mati og var lag Helga Rafns „Fugl fyrir vestan“ einnig valið sem besta lagið hjá áheyrendum, en Heiða Ólafs var valin besti flytjandinn, en hún flutti lag Trausta Bjarnasonar, „Heima“. "
Meira á heimasíðu keppninnar: www.songvakeppni.is
Live upptaka af ´Fugl fyrir vestan´ er komin á Gogoyoko: HÉRNA
Nýtt útlit og nýtt hlutverk
Þá er blogsíðan búin að taka stakkaskiptum.
Hún er hætt að vera blogsíða tileinkuð skiptináminu í Svíþjóð og orðin að fréttasíðu fyrir þau tónlistarverkefni sem ég er að vinna að hverju sinni.
Meira síðar...
Kv.
Helgi
Hún er hætt að vera blogsíða tileinkuð skiptináminu í Svíþjóð og orðin að fréttasíðu fyrir þau tónlistarverkefni sem ég er að vinna að hverju sinni.
Meira síðar...
Kv.
Helgi
Subscribe to:
Posts (Atom)