Thursday, December 16, 2010

Sönglagahefti vaknar

Góðan og blessaðan daginn.

Loksins er ég byrjaður að skrifa langþráð sönglagahefti. Það hafa safnast upp hjá mér allskonar minni tónsmíðar sem ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera við þangað til mér var bent á að gefa þau útí hefti fyrir söng og píanó. Eftirspurn eftir slíkum heftum er nokkur hjá söngkennurum og fl. Í versta falli þá er ég bara búinn að skrásetja þessi verk á öruggum stað.

Ég sé fram á að þetta gætu orðið allavega 10 verk í þessu hefti. Sum jafnvel í tveimur útsetningum, annars vegar fyrir undirleik og söng, og svo hins vegar fyrir kór. Upphaflega átti þetta aðeins að vera aríur úr Skuggablómum (óperunni) en nú liggur beinast við að skella öllu tilfallandi með, sem á við.

Þarna verður hægt að finna einsöngslög fyrir bæði karla- og kvennraddir.

Áætluð verklok eru í febrúar.

p.s. Sönglagahefti sem ég hef til viðmiðunar eru t.d. eins og "Strax eða aldrei" eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson

No comments: