Wednesday, December 8, 2010
Guildhall viðtal
Um helgina fór ég til London í viðtal fyrir Master í tónsmíðum hjá Guildhall, school of music and drama (http://www.gsmd.ac.uk/). Til að gera langa sögu stutta, þá fékk ég, svo að segja, samstundis inngöngu.
Hér er lengri útgáfan: Ég var mættur tveimur tímum fyrir viðtalið til að geta litið á Barbican Center sem er þarna samtengt skólanum. Þar er að finna, fyrir þá sem ekki vita, tónleikasali, listasöfn, veitingastaði, kaffihús, leikhús o.fl. Ekki amalegt að hafa þá aðstöðu í næsta húsi.
Þegar klukkan var orðin 17:10 var mér vísað á æfingaherbergi þar sem ég gat undirbúið mig fyrir viðtalið. kl.17:50 sótti annar prófdómarinn mig og fylgdi mér í viðtalið. Venjulegt viðtal svosem; við ræddum fyrri menntun, framtíðarhorfur, spurningar mínar varðandi námið og væntingar, tónlistina sem ég sendi inn o.fl. Þeir voru sérstaklega hrifnir af kórverkinu mínu ´Ég hverf brátt til skýja´.
Að viðtalinu loknu var ég beðinn um að stíga stutt fram á gang svo þeir gætu rætt saman. Eftir 30 sek. hóuðu þeir aftur í mig og sögðust vilja veita mér inngöngu strax. Ég þakkaði auðsýndan heiður. Mér lýst vel á skólan, umhverfið, kennarana og andan, en ég á ennþá eftir að skoða Konunglegu skólana í Köben og Stokkhólmi.
Ég fékk póst frá Köben (http://www.dkdm.dk/) í gær þar sem þau boðuðu mig í viðtal, á þó eftir að fá nákvæma tímasetningu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Til hamingju ástin mín :)
Post a Comment