Sunday, June 6, 2010

Sönglagakeppni Vestfjarða 2010

"Úrslitakvöld Sönglagakeppni Vestfjarða var haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í gærkvöldi - föstudag 4. júní. Kvöldið tókst frábærlega og eru aðstandendur keppninnar í sjöunda himni yfir hvað framkvæmdin tókst vel.

Sigurlag kvöldsins var „Fugl fyrir Vestan“ eftir Helga Rafn Ingvarsson, en hann flutti lagið sjálfur. Í öðru sæti var „Alltaf, alltaf“ eftir Ingva Þór Kormáksson í flutningi Böðvars Reynissonar. Í þriðja sæti var svo lagið „Vestfirðir“ eftir Ægi Örn Ingvason, Gunnar Vigfús Guðmundsson og Benjamín Hrafn Böðvarsson við texta Ólafs Sv. Jóhannessonar sem jafnframt flutti lagið.

Áheyrendur völdu besta lag og besta flytjanda að sínu mati og var lag Helga Rafns „Fugl fyrir vestan“ einnig valið sem besta lagið hjá áheyrendum, en Heiða Ólafs var valin besti flytjandinn, en hún flutti lag Trausta Bjarnasonar, „Heima“.
"

Meira á heimasíðu keppninnar: www.songvakeppni.is

Live upptaka af ´Fugl fyrir vestan´ er komin á Gogoyoko: HÉRNA

No comments: