Sunday, November 30, 2008

Draumur

Mig hefur dreymt mikið uppá síðkastið....

Í nótt dreymdi mig að ég gæti spilað á fiðlu... ekkert voðalega vel en nógu vel til að geta spilað einföld lög.

Ég var niðrí listaháskóla og í fiðlutíma með Grétu Salóme vinkonu minni og fiðluleikara. Kennarinn okkar sagði okkur að spila þennan dúett en ég ruglaðist nokkrum sinnum og afsakaði mig. Þær, kennarinn og Gréta, voru voða skilningsríkar. Skemmtilegur draumur...

Svo dreymdi mig í fyrrinótt að ég væri kominn heim á undan áætlun. Áður en prófið í tónlistarsögu væri og jólapartý-ið hjá skiptinemunum. Þegar ég áttaði mig á því að ég væri kominn heim of snemma greip mig panikk út af prófinu og sektarkennd út af partý-inu því þau færðu það til 10.des bara út af mér.

Þegar ég vaknaði tók það mig smá tíma að átta mig á því að þetta hefði bara verið draumur... svona er mannshugurinn merkilegt fyrirbæri...

Svo bara tónleikar eftir 6 og hálfan tíma. Eftir tvo tíma ætlum við Magnus (samnemandi minn sem ætlar að stjórna verkinu) að hitta hörpuleikarann hana Hörpu ...

... nei grín ... það hefði samt verið fyndið. Hún heitir Miriam og við ætlum að kíkja yfir partinn hennar fyrir tónleikana því hann er nokkuð slunginn.

-Seinna vinir !

5 comments:

Anonymous said...

ég er með þér í huganum , gangi þér vel

Anonymous said...

Já, ég held að draumar séu oft merki um það sem er að gerast í huganum, jafnvel eitthvað sem maður er ekki búin að gera sér grein fyrir, þ.e. í undirmeðvitundinni.

Anonymous said...

hehe, kannast við að dreyma skrítna drauma sem eru ótrúlega raunverulegir! Svo stundum dreymir mig þannig að ég er alltaf ótrúlega meðvituð um að mér sé að dreyma! :P

Helgi said...

já ... magnað alveg :)

Anonymous said...

Þekkir þú Grétu Salome vel? Ég hef þekkt foreldra hennar frá því ég var 18 ára. Vann með Kristínu Lillendal mömmu hennar og við vorum samferða í gegnum námið. Í dag erum við oft í samvinnu með þroskaþjálfanema en hún er aðjunkt við Háskólann.
Gréta og Sunna systir hennar voru með Lindu Hrönn á leikskólanum Læk. Gréta þó bara í eitt ár. Kristín mamma hennar er þroskaþjálfi og kennari og lærði með mér. Við brölluðum ýmislegt á námsárunum.

Ég er viss um að þetta er sama Gréta því það geta ekki verið margar sem heita Gréta Salome Stefánsdóttir og spila á fiðlu !
Svona er heimurinn nú lítill.