Tuesday, December 2, 2008

ENM tónleikar



Tónleikarnir búnir og gengu vel og létt stemming. Minnti frekar á opna æfingu en tónleika... hér eru tvær myndir frá skissernas museum. Það er listasafn samansett aðeins af skyssum eða uppköstum skilst mér... samt ótrúlega flott. Sú staðsetning hentaði einkar vel fyrir þessa tónleika, því við vorum jú að flytja: "...skissernas musik" eins og annar leiðbeinandi kúrsins orðaði það réttilega, eða "uppköst af tónverkum".

Peter Nordahl er að æfa sitt verk þarna fyrir framan mest alla hljómsveitina. Mjög skemmtileg samsetning af hljóðfærum og margar skemmtilegar útkomur litu dagsins ljós þennan dag...

Tónlistarsögu próf á morgun og ég er alveg útkeyrður eftir daginn en klukkan bara hálf níu. Ég ætla að þrauka til níu og fara svo í háttinn, vakna snemma og lesa punkta...

9 dagar í heimkomu !

5 comments:

Helgi Rafn said...

já og ég gleymdi að minnast á það að þarna leyndist meira að segja eitt verk eftir ERRÓ ... skyssa að sjálfsögðu...

Anonymous said...

hæhó! Heyrru þetta virkar þannig að þú ferð inn á midi.is og ég gef þér leyniorð sem gefur þér afsláttinn. Let me know ef þú vilt kaupa og ég sendi þér e-mail =)

Anonymous said...

Til hamingju með að vera búinn í prófum :) eða prófi hehe :)

Anonymous said...

Hvernig gekk Lasagne-dæmið?

jennzla said...

Til hamingju með allt jájájá! úfff er maður farin að hlakka til að koma heima eða hvað?
uncrazynessless!
en allavega, til að svara spurningu sem spurt var að fyrir svolitlu síðan: að belonga er að eyða tíma í góðra vina hópi...eða bara eyða tíma og spjalla og bonda við fólk, þó vissulega hið fyrrnefnda sé ögn meira gefandi þá getur hið síðara leitt til þess fyrnefnda.