Sunday, December 7, 2008

4 dagar

Í dag eru 4 dagar þar til ég heim... Planið fyrir þennan tíma sem ég á eftir er svo hljóðandi:

  • Í dag: Skrifa ritgerðina, taka upp píanóverkið mitt kl.13-16.
  • Mánudag: Hreinskrifa ritgerðina, setja hana upp og senda hana til Íslands.
  • Þriðjudagur: Byrja að pakka niður, þrífa og semja jólalag fyrir skiptinema bandið.
  • Miðvikudagur: Klára að pakka niður, senda bækur og hljómborð með pósti, fá sér eftirmiðdags-steik með Johan, Magnus og Hilde, Jólafagnaður um kvöldið þar sem jólalagið verður vonandi flutt.
  • Fimmtudagur: Vakna kl.9 og fara út á flugvöll kl.10, fljúga heim kl.12, vera kominn til Keflavíkur kl.14:30 sirka!
Gott plan verð ég að segja ! Hlakka til að sjá ykkur öll...

-H

6 comments:

Anonymous said...

snjóföl yfir öllu hér ,gangi þér vel á lokasprettinum

Anonymous said...

Vá það er bara að koma að því! Gangi þér rosa vel og hlakka til að sjá þig!

Anonymous said...

ég bíð spennt á flugvellinum eftir þér :)

Anonymous said...

ég mundi í þínum sporum endurskoða áætlunina varðandi fimmtudaginn,þegar við fórum heim þá seinkaði lestinni og við þurftum líka að skifta um lest,betra að hafa rúman tíma en engann, þetta er föðurleg umvöndun þú fyrirgefur

Helgi Rafn said...

Já , takk kærlega fyrir athugasemdina umvandaði faðir! Ég var reyndar að komast að því að Hrafnhildur ætlar að skutla mér alla leið útá flugvöll, hún á hvort eð er einhver erindi í Köben... Annars hefði ég breytt planinu úr 10 í 9 ...

Hún er soddan öðlingur hún Hrafnhildur!

Anonymous said...

Eigðu góða ferð heim :)