Tuesday, December 9, 2008

Tómlegt herbergi en spenningur í hjarta!



Á sunnudaginn tókum við, ég og John Venkiah, upp píanóverkið mitt ´Syndadansinn´. Það gekk vel, en tók samt lengri tíma en ég hafði áætlað... 3 tímar takk fyrir. Enda ekkert auðveldasta verkið til að spila, hann tók það samt í nefið miðað við að hann er ekki klassískur píanóleikar heldur Jazz-ari.

Um heimferð:
Flest komið ofan í tösku og síðasta vélin að þrífa síðustu leppana. Annað hvort er herbergið tómlegt eða bara snyrtilegt... ég er varla dómbær um það.

Mér líður skringilega... hlakka rosalega til að koma heim , en veit að ég á eftir að sakna stemmingarinnar hérna og allra sem ég hef kynnst!

Staffan lét mig hafa slóðina á blogið sitt svo ég gæti æft mig í sænskunni eftir að ég er kominn heim. Algert lágmark að reyna að halda því við sem ég hef lært hérna úti...

http://staffanwieslander.blogspot.com/

1 comment:

Anonymous said...

Það er bara að koma að því :D

gangi þér vel að burðast með allt dótið þitt kútur :)