Saturday, November 22, 2008
SNJÓR !
Ég sagði í gær að það væri kominn snjór... ég var aðeins of fljótur á mér. Það hélt áfram að snjóa svo að segja allan daginn í gær í Lund á meðan ég var í Malmö. Þegar ég kom heim var svo að segja allt á kafi. Það var alveg svona ekta snjóbylur um 16 leytið þegar ég var á leiðinni úteftir til að hitta John og Johann á æfingu. Til samanburðar við myndina sem ég setti á færsluna í gær af garðinum hef ég sett aðra frá sama sjónarhorni, tekna í morgun, og aðra tekna í gærkvöldi. Þessi snjór kom alveg á réttum tíma því ég hafði verið að segja við sjálfan mig "það er ekki eins fallegt og það var þegar öll laufin eru fallin af trjánum". Svo kom Snorri blessaður og reddaði því á einu augabragði. Rosalega fallegt ... en ég get ekki lengur gengið í inniskónum mínum á milli húsana eins og áður...
NÚNA er kominn snjór...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
ég öfunda þig, hér er farið að rigna og snjó Skánin að mestu horfin,já Kári gamli á greinilega bróðir í Sviþjóð sem heitir Snorri.
Það á að draga á flot eftir áramót sjónvarpsþætti a´stöð 2 sem þú kannast við og það er búið að senda Bubba heim.
hvaða þætti á að draga á flot ? Idol? :-O ... og hvað meinaru með að senda Bubba heim? Fór hann e-ð? :)
Já , Bubbi verður ekki í nýju þáttunum
Vorum að koma af mótmælafundi á Austurvelli í rigningu þar sem Jón Sigurðsson var klæddur í bleikan kjól og húfu. Hressandi fundur, en einhverjir kjánar voru að kasta litaboltum í Alþingishúsið og skemma friðsöm mótmæli.
Hverjir eru þarna á myndinni við hljómborð og með gítar?
Ti hamingju með snjóinn, kyntáknið mitt ;) híhí
það eru John og Johan að æfa píanóverkið mitt ...
Post a Comment