Monday, November 24, 2008
Íslenskt menningarkvöld!
Daði heimsótti mig á laugardaginn. Við fórum á pöbb og ég sýndi honum helstu staðina í Lund. Á sunnudeginum fórum við svo í skiptinemaíbúðina í Malmö og elduðum við krakkana. Fyrsta hugmyndin var að hafa íslenska kjötsúpu en súpukjötið var svo dýrt þannig að við höfðum íslenska grænmetis súpu í staðinn, eða "hunter soup" ... Sú nafngift kom svona til:
Liina: "Helgi , tell us the tale of this food"
Helgi: "yes ... often me and my dad go fishing in the wilds and then we (or him) cook something similar... kind of a hunter soup"
Kais: "aw yeah ... manly hunter soup!!"
Allir: "hahaha..."
Hepnaðist nokkuð vel og allir (nema portúgalski/spænski strákurinn að því er virtist) sáttir. Með þessu höfðum við auðvitað Brennivín. Því var tekið furðulega vel, einstaka einstaklingur sem fékk sér jafnvel þrisvar í glasið... ég gruna finnsku stelpurnar.
18 dagar þar til ég kem heim... !
-Helgi
ps. svo lét ég slæðast með fallega vetrar mynd af dómkirkjunni og skemmtilega mynd af Jonatan, mér og Staffan þegar við vorum í stokkhólmi!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Helgi það eru 17 dagar þangað til þú kemur heim ekki 18! :P
Þú tekur þig vel út við eldavélina sæti :)
Grænmetissúpa og íslenskt brennivín, frábær matseðill.....og í anda kreppu og sparnaðar. Sammála Söru, þú tekur þig vel út við eldavélina. Verður ekki framhald á þessu þegar heim er komið?
Ég get trúað að það sé fallegt í Lundi núna í snjónum, vildi geta fengið mér göngutúr í grasagarðinum.
ég mun örugglega grípa í pottinn fyrir ykkur stelpur , hafið engar áhyggjur ! ;)
mjög góður matur, vetur, sumar, vor og haust, heit súpa og brennivín.
Post a Comment