Sunday, September 28, 2008

Ráð við heimþrá...














Á miðvikudaginn síðasta hafði ég verið hérna úti í mánuð. Þá er það ekki fjarri að heimþráin láti á sér kræla og maður sakni allra sem manni þykir vænt um heima. Þá er gott að hella sér í heima- og verkefnavinnuna. Því þar er af nógu að taka. Á mánudaginn verð ég t.d. að skila af mér 5 bls. greinagerð um ritgerðina mína. Þar sem að ég er að fjalla um kvikmyndatónlist , þá þýðir það bókstaflega það að ég þarf að horfa á fuuullt af bíómyndum. Hérna eru þær myndir sem ég er að horfa á núna og greina:
  1. 3:10 to Yuma (1957)
  2. Chaplin: the kid (1921)
  3. La strada (fellini) (1954)
  4. Nosferatu (1922?)
  5. Godfather (1972)
  6. Memoirs of a Geisha (2006)
  7. The Sea Hawk (1940)
  8. Star Wars, New Hope (1977?)
  9. Schindler´s List (1993)
  10. Casablanca (1943?)
Og þetta er bara til að byrja með :) Einnig langar mig að taka fyrir Amelie, Batman: The dark night og fleiri...

Og ef það dugar ekki til , þá hjálpar diskurinn minn "óskalögin 7" til. Þar er að finna þessa ótrúlegu skemmtilegu slagara:
  1. Álfheiður Björk : Eyjólfur & Björn Jörundur
  2. Gaggó Vest : Stebbi Eiríks
  3. Bara ég og þú : Bjarni Ara
  4. Geta Pabbar ekki grátið : SSsól
  5. Stelpurokk : Todmobile
  6. Við eigum samleið : Stjórnin
... og 34 aðrir titlar. Besta uppskriftin er að blasta í botn og bara hlakka til að hitta alla heima þegar önninni líkur...

:)

12 comments:

Anonymous said...

Um að gera að hafa nóg að gera! :)

Anonymous said...

hver er þessi mynd nr.4 Nosferatu

hver gerði hana? Godfather allar þrjár? þetta er svaka dæmi

Helgi said...

Nei , bara fyrsta godfather. Það er alveg nóg :)

Nosferatu er talin vera fyrsta vampírumyndin:

http://www.imdb.com/title/tt0013442/

Þarna geturu kynnt þér hana betur. Eða hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/Nosferatu

Anonymous said...

ok,getur verið að frænka þín dóttir Egils býflugnabónda stundi nám við háskólann í Lundi?

Anonymous said...

Vá það er aldeilis prógram! Gæti alveg verið leiðinlegra =) Gangi þér vel með allt!!!

Helgi said...

Gæti verið. Hvað heitir sú frænka? Maður gæti kannski haft uppá henni þegar maður hefur tíma ...

Halla: Takk :)

Anonymous said...

Hún heitir Silja Egilsdóttir

Anonymous said...

The Godfather og Casablanca eru frábærar myndir...

Helgi said...

Gaman að "sjá" þig hér Einar :)

já , þessar tvær eru næstar til áhorfs. Horfði í gær á Schindler´s list meðal annars. Erfið en góð mynd...

Anonymous said...

Er La Strada mynd með Anthony Quin þar sem hann leikur kraftajötunn í sirkus og ræður sér aðstoðarstúlku?? Ef það er sú mynd þá sá ég hana fyrir fleiri árum en ég kæri mig um að viðurkenne (held að það hafi verið árið 1966) og það var mjög átakanleg mynd og mjög góð.
Sibba

Helgi said...

jú það er sú sama...

Ég horfði á hana í gær. Fellini er skemmtilegur! En væri samt til í að sjá hana aftur undir öðrum kringumstæðum, talið var á ítölsku og textinn á sænsku. Ég náði nú samt alveg að fylgja því mikilvægasta :)

Jón Kristján said...

Vá, ég væri til í að horfa á alla þessa klassíkara með þér.

Mæli líka með að tjékka á myndum með tónlist Ennio Morricone, ef það er ekki ein slík á listanum þínum ennþá. Once upon a time in America er ein frábær (löng, samt..)

Varðandi The Dark Knight, þá er kannski spennandi að bera saman músíkina í henni og Batman Begins. Mjög svipuð að miklu leiti, en ákveðinn munur undir yfirborðinu ef ég man rétt. Og svo auðvitað snilldarhljóðmynd þegar Jókerinn stígur á svið í öllum sínum senum.

Kveðjur frá Danaveldinu