Thursday, September 18, 2008

Tungumál álfana!


Það hafa fleiri en einn einstaklingur hérna úti sagt að þeim finnist íslenskan vera annaðhvort kúl eða skemmtilegt tungumál. "Tungumál álfana" sagði einhver af þeim.

Og ég er ekki sá eini sem hefur slíka sögu að segja. Olga minntist á þetta um helgina. Hún og einhverjir íslendingar voru að tala saman niðrí skólanum hennar og þá stoppuðu nokkrir danir álengdar til að hlusta. Eftir stutta stund stoppar Olga að tala og horfir á danina sem segja: "nei sorry, þetta er bara svo kúl mál" (ekki á íslensku samt).

Að ekki sé talað um íslenska tónlist. Hef talað við tvo krakka niðrí skóla um íslenska tónlist. Og þá ekki bara um Björk og Sigurrós. Hjaltalín, Gröndal og fleiri. Og þá er alltaf gaman að segja: "yes, I went/go to school with him/her" eða "yes, she/he went to the same school as me".

Jábbs, það er bara staðreynd. MH, LHÍ og Ísland eru svölust...

Heimurinn veit ekki hvað hann er að fara á mis við ...

5 comments:

jennzla said...

Við erum bara so cool! The Coolest!

Bretar hafa einmitt verið að spyrja okkur hvaðan við erum og segja þá oft " Yes we like you here." eða eitthvað álíka.

Heimurinn er að átta sig á þessu ;o)

Anonymous said...

Hæ Helgi álfur.

Já við erum flottir, Íslendingar. Hún Linda frænka þín skrifar líka um þetta á blogginu sínu, en hún er að læra í Þýskalandi.

www.lindaimunich.blogcentral.is

Hafðu það gott með Söru um helgina

KE

Anonymous said...

íslenskt já takk ;) Sannari orð hafa sjaldan verið sögð!

Anonymous said...

Bloggið hans Tomma

syngjandisandalar.blogspot.com

Anonymous said...

já það er rétt!!! Svo algjörlega sammála þessu...þjóðarstoltið alveg að drepa mig! Gaman að því =)