Wednesday, September 17, 2008

Á leið heim úr skólanum...


Mér er sagt að skólinn minn sé á landamærum tveggja borgarhluta. Öðru megin finnum við "venjulegt" íbúðarhverfi, en hinu megin á að heita "slæmt" hverfi. Mikið af innflytjendum og veseni. Ekki að ég hafi nokkurtíman tekið eftir neinu veseni. Nema skólinn er alltaf læstur og nemendur þurfa að nota aðgangskort til að komast inn. Ég ætla að segja ykkur í stuttu máli hvernig venjuleg heimferð hjá mér er.

Sjálfur þarf ég að taka strætó í gegnum "vonda" hverfið til að komast í og úr skólanum. Stundum sé ég viltar kanínur skokka milli runna og þær eru ekki bara í kringum skólan. Voðalega krúttlegar. Fyndið að sjá þær svona í miðri borginni, þetta er engin Öskjuhlíð. Svo þegar ég er kominn útá stoppistöðina við Heleneholmsskolan þá eru þar iðulega margir unglingar að bíða einnig eftir áttunni. Það sem er fyndið við það er að þeir myndu flestir falla undir lífstíl sem kallaður er EMO, og er stytting á orðinu emotional. Kannski svona 5-10 árum eftir íslensku emo-unum sem eru byrjaðir að skipta yfir í köflótt mynstur og skæra liti ! So yesterday skiljiði...

Þegar inní áttuna er komið (kemur oftast á 8-10 mín fresti) sér maður fleiri kynlega kvisti. Einu sinni var þar kona að tala í síman. Hún var alveg eins og feitu mömmurnar sem þú sérð í fréttunum frá asturlöndum fjær. Klædd í slæður og allt (ekki að það sé e-ð merkilegt í sjálfu sér þar sem þriðja hver kona sem maður sér í Malmö er klædd þannig). Hún talaði ótrúlega hátt í síman (og þá meina ég ótrúlega hátt) á einhverju máli sem var ekki íslenska, enska né sænska. Mér finnst svona fólk alltaf tala eins og það sé að rífast við einhvern. Ekki nóg með það heldur var hún með eitt barn í fangi og annað í vagni og tennurnar á henni voru slegnar í gull! Já , með svona fólk í strætó þá getur maður alveg sleppt því að fara í bíó.

Næsta skref er venjulega að fara út á Södervarn og ná 171 sem fer til Lund. Það er nú minna mál og tekur oftast 25 mín minnst, þannig að maður bara les eða sofnar. Þeir strætóar eru mjög þægilegir og minna frekar á rútu en strætó.

Og þannig er það ...

Svo er Sara að koma í heimsókn á morgun ! Þá verður glatt á hjalla :)

p.s. þessi kanína er því miður ekki ein af þeim sem búa í kringum skólan...

2 comments:

Anonymous said...

hihi hlakka til að koma :)
passaðu þig á vonda hverfinu ;)

jennzla said...

Vá skemmtilegt!

Hjá mér er allt bara svona venjulegt breskt. Mikið af indverjum og pakistönum. Það er víst svona venjulegt breskt.