Saturday, September 6, 2008

Menningarkvöld nr.1



Í gær var fyrsta vikulega menningarkvöld okkar skiptinemana. Menningin sem varð fyrir valinu að þessu sinni var sú sænska. Við borðuðum það sem svíarnir kalla "bjúga í ofni" og fengum okkur sænskan snafs eftir á. Mjög einfaldur en góður réttur. Eins og sjá má er þetta einfaldlega bjúga sem er búið að skera raufir í , svo er settur ostur í raufirnar og smurt skánsku sinnepi yfir. Svo er öllu skellt inní ofn. Í eftirrétt voru "ofnpönnukökur". Eins og venjulegar pönnukökur nema léttari.
Til þess að hafa þetta allt ekta þá var nokkrum sænskum samnemendum okkar boðið með og þeir gerðir að línuvörðum! Mikið hlegið og mikið gaman... Skiptinemahópurinn er alltaf að stækka. Nú er kominn spænskur óbóleikari til viðbótar og einnig annar trompetleikari sem ég náði nú ekki að kynna mig fyrir í gær. Við vorum örugglega svona 20 í heildina. Einnig voru skiptinemar úr öðrum deildum þarna. Vinur Hildar (Holland) mætti t.d. en hann er að læra félagsfræði. Ekkert annað en gott að segja frá því ...

Næsta menningarkvöld á að vera belgískt. Katrin og Joris eru búin að lofa okkur rétti sem inniheldur bæði belgískt súkkulaði OG belgískan bjór. Það verður áhugavert !

Á video-inu má svo sjá örlítið brot af matarboði síðustu viku. Þar var eldaður grænmetis gratín réttur með sýrðum rjóma. Hér gefur að líta "upprunalega" skiptinema hópinn...

7 comments:

Anonymous said...

Hvað ætlar þú að hafa á íslenska kvöldinu?
KE

Helgi said...

Mér datt í hug hvort (ef hægt) að þið eða Sara væruð kannski til í að smygla inn smá hákarli og brennivíni :P

Svo ætlaði ég að reyna að búa til íslenska kjötsúpu í aðalrétt.

Nammi namm...

Anonymous said...

Hljómar mjög vel =) annars finnst mér þessar bjúgur á myndinni alveg einstaklega ógirnilegar en það er kannski ekkert að marka, eða hvað...hvernig smakkaðist? Betri en íslenska bjúgan?

jennzla said...

Halla íslenska bjúgan er afbragðsmatur :o)

Heyrðu takk fyrir vísuna Helgi! Ert þú höfundur eða?

Og líst vel á kjötsúpuna - bætir, hressir, kætir!

Oki ég er farin að halda að ég sé strax farin að setja íslenskan mat á stall þó ég sé ekki farin út ;oP

Anonymous said...

já ég get nú ekki sagt að þessar bjúgur séu girnilegar =P en það er nu margt gott sem lýtur illa út :)

Anonymous said...

Sæll Helgi Rafn

Hér sit ég og læri að svara bloggi hjá Lindu Hrönn. Henni finnst ég örugglega ekki mjög gáfuleg núna !

Nú ætla ég að læra að senda þetta.

Gaman að lesa frá þér og kærlig hilsen frá Lindu !

kveðja
Erna frænka

Helgi said...

Þessi bjúgu voru nefninlega ótrúlega góð... fékk mér tvisvar fullan disk :P

Varla sambærileg við íslenska bjúgað. Svo ólík. Það íslenska er kryddaðra...

Bæði betra býst ég við.

og gaman að "sjá" þig hér frænka... Svo lengi lærir sem lifir ! :)