Hér kemur smá video blog frá helginni okkar Söru. Ástæðan fyrir því að þetta kemur svona seint er sú að ég var að bíða eftir einni video klippu frá Söru, svo tók það frekar langan tíma að "upploada" myndbandinu á netið... gekk ekki í gærkvöldi, þá kom einhver error...
En hérna er það komið loksins :)
og PS: Sumarið er komið aftur til Lund ...
(ég biðst aftur afsökunar á lélegum gæðum úr símanum mínum, og ég er soldið að leika mér með effectana ... vonandi er það ekki of hallærislegt)
6 comments:
haha vá bara búinn að klippa þetta rosa flott og alles :D var þetta ekki mikil vinna? ég er alltaf horfandi til hliðar á öllum myndum :P Svaka flott video Helgi :)
er bara orðið svaka hlýtt núna í Lund?
Það er alltaf mjög hlýtt á morgnana. Varla hægt að vera í peysu, en svo verður ótrúlega kalt á kvöldin :P
Klippi vinnan var kannski svona 2 tímar. Ég er alltaf að læra betur og betur á forritið... "Final cut pro" er málið !
Jei! Mikið var :oD
Finnst ótrúlega gaman að þessum videobloggum, en líka venjulegum bloggum líka.
Ég held það sé að koma vetur í London, allavega var drullukalt í morgun og svona smá frostmóða í bílagluggum...svona eins og í lok október á Íslandi.
En er ég soldið hnerrandi þessa dagana.
Súlsúl!
Váááá....það var bara eins og Léttsveitin væri mætt á svæðið. Rosalega er gaman að þessum videobloggum.
Geggjað!!! Ekkert smá fjör alltaf þarna í Svíþjóð :o)
takk,þetta er skemmtilegt video,
meira af þessu,talandi um veður,farið að grána í fjöll pa Island
Post a Comment