Thursday, September 4, 2008
Tapas/Leiðrétting
Í gær hitti ég loksins aðal kennarann minn, Rolf Martinsson. Við spjölluðum um hvað ég ætti að gera þessa önnina og hvað mig langaði til að gera og komumst að góðu samkomulagi. Fyrsti fundur okkar lofar góðu um áframhaldandi samstarf. Einnig hitti ég Kent Olofsson sem kennir mér Elektroakustisk musik. Báðir eru þessir menn einkar viðkunnanlegir og ég hlakka til að fara að vinna verkefnin með þeim.
Eftir það fóru allir tónsmíðanemendurnir ásamt kennurunum út að borða á tapas staðinn Mosaik við Storatorget. Ótrúlega dýr staður en stemmingin var góð... Hver réttur kostaði um 50 sænskar (650 isl kr.) og ef þið kannist við tapas rétti þá vitiði að þeir eru mjög litlir hver og einn , og því er þetta verð frekar hátt.
Og talandi um dýrt...
Eftir tapas staðinn fórum við skiptinemarnir ásamt nokkrum sænskum samnemendum okkar á pöbb er kallast Mello Yello. Þar kostaði bjórinn hvorki meira né minna en 66 sænskar krónur. Sem útreiknast sirka sem 850 íslenskar krónur... Fáránlega dýrt , enda fékk ég mér aðeins einn bjór þar. Fólk segir að það sé mjög eðlilegt að matur og drykkir í þessum hluta bæjarinns séu dýrir sökum staðsetningarinnar. Við ætlum næst að undirbúa okkur betur og finna ódýra staði. En fyrir utan hátt verð þá skemmtum við okkur vel. Hjóluðum heim um nóttina syngjandi (við vorum ekki búin að drekka það mikið ;) ).
Klukkan var orðin of margt fyrir mig að taka strætó heim til Lund þannig að ég fékk að gista í stúdenta íbúðinni. Daginn eftir sýndi Karoliina (Eistland) mér sænskt þjóðarhljóðfæri sem ég er búinn að gleyma hvað heitir, en hún er fiðluleikari á þjóðartónlistarbraut (Folk musik). Einstaklega skemmtilegt hljóðfæri og ég bara varð að taka mynd af henni að spila á það til að setja á blogið :P
Í öðrum fréttum:
Tad skal leiðréttast her med ad til tess ad hringja i sænska numerið mitt skal slá inn eftirfarandi:
+46735 083338
Eða svo er mér allavega sagt :)
Ef tid væruð i Svíþjóð ta mynduð þið slá inn 07 35 08 33 38 ... sem sagt sleppa "46" og bæta "0" framan við.
Svona er heimur tækninar börnin god...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Þetta er frekar furðulegt hljóðfæri! =P
Þetta hljóðfæri lítur út eins og riiisastór margfætla =/
mér skyldist að þetta ætti svipaðan forföður og íslenska langspilið. En orðið mun þróaðra augljóslega. Hljómar eins og samblanda af gítar og fiðlu.
-HR
Post a Comment