Í fyrradag fór þakið mitt að leka. Aðeins oggupons en nóg til þess að ég þurfti að hlaupa til og setja skál undir það. Þegar það dugði ekki til þá stökk ég uppá þak og sópaði vatninu af. Þakið er alveg flatt og bara tímaspursmál hvenær það færi að leka svosem. Þetta væri ekki svo mikið vesen ef lekinn væri ekki beint yfir skrifborðinu mínu... Núna er pólski smiðurinn þeirra Torbjörns og Hrafnhildar að basla e-ð á þakinu að reyna að redda þessu. Hann er hress gaur.
Annað skemmtilegt sem gerðist nýlega: ég var á bókasafninu í skólanum í gær og var í "brennivín - the original icelandic schnapps" bolnum mínum. Ég fann bók sem mig vantaði fyrir ritgerðina mína og gekk upp að útlánsborðinu. Þar var ein af bókasafnsvörðunum, miðaldra kona, og sér mig koma. Fyrsta sem hún gerir er að brosa út að eyrum og kalla: "heeeyy!! Island!" Ég vissi ekki alveg strax hvaðan á mig stóð veðrið, en svo fór hún að segja mér frá því að hún og samstarfsfólk hennar á bókasafninu hefðu farið á bókasafnsráðstefnu á Íslandi í sumar, í Listaháskólanum. Þau nýttu tíman og sáu Gullfoss, skoðuðu Reykjavík og drukki brennivín. "We just love Island". Ekki nóg með það heldur kemur hin bókasafnskonan og hún mundi meira að segja hvað ég heiti, án þess þó að ég hafi nokkur tíman talað við hana þannig séð. "It´s Helgi right?".
Þær fíluðu Brennivín og Gullfoss og skömmuðust sín fyrir að það væri enginn foss eins stór í Svíþjóð. Eða allavega enginn sem þær vissu af. Ég sagðist una mér vel á Skáni og það gladdi þær.
Þannig að ég var hrókur alls fagnaðar í smá stund og þær gleymdu sér næstum því. Klukkan var orðin 16 og þá átti safnið að loka: "oh, er klockan fyra?". Þá var kveðjustund...
Á föstudaginn er svo ferðinni heitið til Köben að hitta Jón, Olgu, Daða og kannski rekst maður á Danna og Elías. Ég fæ að gista hjá Jóni í litla herberginu hans! Hlakka mikið til :P
En Helgi... hvað er að gerast í skólanum?
Gaman að þið skylduð spyrja að því. Ég gerði mér plan fyrir önnina um helgina og komst að því að ég þarf að skrifa 5 verk á 3-4 mánuðum. Ásamt 30 bls. lokaritgerðinni auðvitað. Það verður líklega minna mál en það hljómar, því þessi verk verða öll hluti af lokaverkefninu mínu og þar er framvindan svo skýr. Þá kemur tónlistin "nánast" af sjálfu sér.
En það er samt vissara að bretta upp ermarnar og hefjast handa...
10 comments:
Þú ferð létt með þetta ;)
Klarlega mar !
Sæll Helgi
Ég var að lesa um bjúgun með sinnepi og osti. Hvernig smökkuðust þau og hvað var notað sem meðlæti. Eru þett eins bjúgu og við þekkjum ?
Af hverju þekkti bókasafnskonan þig? Hitturðu hana þegar hún var á Íslandi?
Nei , hefur bara vitað að það væri íslenskur skiptinemi... og munað nafnið út af því. Svo var ég í íslenskum bol :P
Bjúgun voru lostæti. Ekki lík þeim íslensku nei, ekki eins krydduð. Ljúfari... án þess að ég sé að gera öðruhvoru bjúganu hærra undir höfði. Ég er mikill aðdáandi hins íslenska ! :)
eda thá ad hún er addáandi íslenska idolsins. og thín.
sjáumst á morgun. herbergid hans jón er ekki svo lítid. en dýnan sem thú munt sofa á er risastór.
Helgi er ekki kominn tími til að breyta um mynd dagsins? =)
hehe snilld!!!! Talandi um að vera busy þá var ég að ákveða að taka fyrsta árið í kennaradeildinni með burtfaraprófinu, sjæse!!! Voða spennó en verður sko alveg nóg að gera líka...gaman gaman, bara svona til að keep you updated =) p.s. Ísland er tótallí besta land í heimi!! Svíþjóð hvað??
Dem þú böstaðir mig! Ég ER næturdrottningin.
Við Mozart vorum einmitt góðir félagar og sátum oft að skrafi á næturnar hérna í den...ég veitti honum víst inspírasjón!
Those were the times!
En þú ert líka alveg ágætur :o)
gaman ad lesa hja ther! eg held ad faestir her hja mer viti hvaaar Island er, allir bara ooookei hehemm....
kv.Una
Post a Comment