Sunday, August 31, 2008

Hjólað um Lund














Í dag tók ég loksins uppúr öllum töskum og kössum, þurkaði af, háði stríð við sumargamla kóngurlóarvefi (sem og kóngulærnar sjálfar) og kom herberginu í endanlegt horf. Mér er byrjað að líða vel hér og búinn að skapa mitt "rassafar" ef svo má að orði komast.
Eftir tiltekt fékk ég lánað reiðhjól, setti upp túrista húfuna og fór að skoða mig um í miðbæ Lundar.



Um kvöldið var mér boðið í skiptinema matarboð, sem skiptinemarnir í heimavistinni voru að halda. Á borð var borinn góður grænmetisréttur sem hafði skemmtilegan Arnars keim yfir sér. Svona "regluleg óreiða" sem mér og mörgum finnst skemmtileg í matseld.
Skiptinema hópurinn er að verða nokkuð náinn og flestir þekkjast núorðið vel.

p.s. myndin sýnir útsýnið yfir Malmö útum einn glugga heimavistarinnar.

Sem sagt... ekkert nema gott að frétta frá Skáni :)

6 comments:

Helgi said...

æ æ , hvað það eru slæm gæði á þessu video-i... en það er samt hægt að hafa gaman af því :)

Helgi said...

og auðvitað meinti ég 31.ágúst ekki desember :P

Anonymous said...

ert þú á öðrum tíma en við hér á Íslandi? :) mjög skemmtilegt video, gaman að sjá hvernig er að hjóla um Lund =D þú bara gætir gert heimildamynd um að vera skiptinemi í Lund :)

Helgi said...

það er ekki svo galin hugmynd... svo selja sýningarréttinn og verða ríkur :P

Anonymous said...

Þetta er frábært blogg hjá þér Helgi, með vídeói og tónlist og öllu........ótrúlegt!!! Vídeóið er alveg nógu gott til að maður upplifi bæinn og þig hjólandi um allt, takk fyrir það:)
Lundur er greinilega mjög fallegur og gróinn bær

Anonymous said...

Þetta síðasta er frá KE