Wednesday, August 27, 2008

Stomp















Fyrst vil ég þakka öllum sem hafa skrifað athugasemdir til þessa. Haldið því endilega áfram, það skiptir mig voða miklu máli ;)

Nú er skólinn að komast á skrið og þessa vikuna fara allir nýjir nemendur í workshop tíma á hverjum degi fram að föstudegi þegar haldnir verða tónleikar og afraksturinn sýndur samnemendum.
Skipt er í 4 hópa. Hópur 1 er í heimstónlist, hópur 2 & 4 er í stompi (þar á meðal ég) og hópur 3 er í rytmisk choir. Á myndinni er hluti af hópunum mínum að koma sér fyrir og Eva Kunda (minnir mig að hún heiti) að spila á slagverkshljóðfæri búið til úr stórum ávexti í vatnsbala. Einskonar samblandi af bongo og stáltrommu, ef ég ætti að líkja því við e-ð.

Svo byrjar kennsla samkvæmt stundaskrá í næstu viku.

Það er kannski vert að minnast á það að allar myndir sem ég set hér inn mun ég seinna setja í heild sinni inná Fésbókar síðuna mína. Einnig munu birtast þar annað góðgæti eins og myndbönd. Ég ætla að reyna að setja myndböndin líka hér inná seinna þegar ég hef úr meiru að moða.

Nú er ég farinn að kynnast skiptinema hópnum ágætlega og okkur virðist semja vel. Krakkarnir koma frá Hollandi, Finnlandi, Japan, Brazilíu, Belgíu o.fl.

Nú er ég farinn að senda nafna mínum hjá LHÍ póst varðandi BA ritgerðina mína! Vonandi hafið þið það öll gott !

5 comments:

Anonymous said...

ohhh æði! Þetta hljómar voða spennó allt saman! Hvernær er samt áætluð heimkoma bara svona svo maður hafi þetta allt saman á hreinu? =)

Helgi said...

áætluð heimkoma í byrjun desember. Svo að þetta eru aðeins 3 mánuðir rétt rúmir. Verður án efa fljótt að líða skal ég segja þér ;)

Einn daginn á ég eftir að standa á Keflavíkur flugvelli og segja: "hvar er haustið?"

Anonymous said...

Frábært að fá að taka þátt í stompi. Hér á Íslandi erum við að taka á móti silfurdrengjunum í smá regni og blíðu.

Anonymous said...

Þetta síðasta var frá Kristínu (gleymdi að undirrita)

KE

Anonymous said...

en gaman, bara nóg að gera hjá þér strax :) þetta er voða skemmtilegt blogg hjá þér Helgi minn, gaman að lesa þau :P

bæjó ;)