Monday, August 25, 2008

Docentgatan1


Loksins kominn á réttan stað! Staðurinn er Docentgatan1, Lund, Svíþjóð.

Kveðjupartý-ið gekk vonum framar og stemmingin var slík að hún mun lifa með mér leeengi lengi. Ég vil þakka öllum sem mættu og lögðu hönd á plóginn.

Það var því þreytt lið sem hélt á flugvöllinn kl.05 um morguninn. Ég náði að sofa alla leiðina, sem var nú ekkert nema gott fyrir utan það að þá koma herra þynka í heimsókn.

Það voru því tveir þunnir sem tóku lest frá Kaupmannahöfn til Lund.


Herbergið mitt er mjög notalegt: 20+ fm, ísskápur, örbylgjuofn, skrifborð, rúm, eldurnar hellur og allir helstu munaðir sem hægt væri að óska eftir. Reyndar ekki beint hægt að læsa hurðinni en það er verið að vinna í því. Gæti orðið vesen því herbergið mitt er í raun kofi útí garði :P

Þegar ég og Jón mættum á svæðið var tekið á móti okkur með krabbaveislu. Það er víst svona krabbahátíð á þessum tíma árs hjá Svíjum. Við tókum því með fegins hendi og "lóðsuðum" þeim í okkur (eins og strákarnir á X-inu myndu orða það).

Hrafnhildur og Torbjörn (foreldrar Karinar og leigendur mínir) eru gífurlega gestrisið fólk og eru búin að vera mér mikið innan handar á meðan ég hef verið að koma mér fyrir.

Fyrsti skóladagurinn var í morgun. Förinni var heitið til Musikhöjskolan i Malmö. Það gekk nú ekki betur en svo að þegar ég var kominn klakklaust til Malmö þá gekk ég í kolvitlausa átt í 30 mín áður en ég áttaði mig á vitleysunni. Hafði hlaðið niður korti af hitta.se sem var nú ekkert voðalega nákvæmt... Komst samt á endanum á leiðarenda.

Það sem kom mér skemmtilega á óvart er hve flestir samnemendur mínir eru vingjarnlegir og fljótir í snakkið. Fyrir flesta íslendinga tekur það smá tíma. Svo er starfsfólkið hjálpsamt ... sem sagt , þetta byrjar allt vel og lofar góðu.


Stefni nú ekki á að hafa bloggin mín svona löng , en þessir hlutir hafa safnast því ég hef ekkert komist á netið hingað til. Loksins kominn með þráðlaust út í kofan minn !

Bless í bili !

7 comments:

Anonymous said...

en gaman :) gangi þér vel og ég hlakka til að koma að heimsækja þig sæti minn :)

ástarkveðjur
Sara :-)

Anonymous said...

Frábært að heyra Helgi minn, þetta með að villast - fall er faraheill - svo það lofar bara góðu. Gangi þér vel.
KE

Anonymous said...

Var að taka eftir myndunum af húsinu. Þvílíkt hús og umhverfi, eins og í ævintýri, hlakka til að koma í heimsókn.
KE

Anonymous said...

Hihi, gaman ad sjá myndir frá heimilinu mínu í Svíthjód... :) Vonandi hefur thú thad sem allra bezt!!
Karin

Anonymous said...

heimilinu.... wow... aei! Ich komme aus Schweden! ;)
K

Anonymous said...

Well well well......

jennzla said...

Jæja gott að þú sért komin á leiðarenda!

Og það er bara eitthvað með svíþjóð, ég labbaði eiginlega alltaf í vitlausa átt þegar ég var þar og er nú samt frekar ratvís!

gaman að fylgjast með þér :o)