Monday, September 1, 2008

internetlaus


Langaði bara að láta þá sem málið varðar vita af því að ég er internetlaus heima við sem stendur. Núna er ég á skólanetinu inná bókasafni. Internet reikningurinn minn rann út og til þess að fylla á hann verð ég að fara á ákveðna heimasíðu...
En til að komast á þessa ákveðnu heimasíðu þarf ég að hafa sænskt símanúmer. Þess vegna verð ég að redda því fyrst áður en ég get fyllt á netið.

Reddast vonandi í kvöld...


Annars þá er þetta splunkunýtt bókasafn og þar er góð aðstaða til að læra! Myndirnar sýnir hluta af vínilplötu safni safnsins og tölvu/tímarita aðstöðuna.

Sunday, August 31, 2008

Hjólað um Lund














Í dag tók ég loksins uppúr öllum töskum og kössum, þurkaði af, háði stríð við sumargamla kóngurlóarvefi (sem og kóngulærnar sjálfar) og kom herberginu í endanlegt horf. Mér er byrjað að líða vel hér og búinn að skapa mitt "rassafar" ef svo má að orði komast.
Eftir tiltekt fékk ég lánað reiðhjól, setti upp túrista húfuna og fór að skoða mig um í miðbæ Lundar.



Um kvöldið var mér boðið í skiptinema matarboð, sem skiptinemarnir í heimavistinni voru að halda. Á borð var borinn góður grænmetisréttur sem hafði skemmtilegan Arnars keim yfir sér. Svona "regluleg óreiða" sem mér og mörgum finnst skemmtileg í matseld.
Skiptinema hópurinn er að verða nokkuð náinn og flestir þekkjast núorðið vel.

p.s. myndin sýnir útsýnið yfir Malmö útum einn glugga heimavistarinnar.

Sem sagt... ekkert nema gott að frétta frá Skáni :)

Saturday, August 30, 2008

1. vikan í skólanum í stuttu máli

Afsakið hversu mikið video-ið stamar. Ég ætla að sjá hvort ég geti lagað það seinna.

Annars þá eru merkilegir sönghæfileikarnir í þessum skóla eins og kannski heyra má, aðeins brot af krökkunum eru í söngnámi en ekki kemur það niðrá kórnum. Heiður að vera hluti af þessum hópi. Nota bene: kórinn í síðustu klippunni hafði aðeins verið að æfa í 4 daga...

Thursday, August 28, 2008

Jákvæð íbúðarmál



























Komið öll sömul kærlega sæl og blessuð. Margt jákvætt hefur gerst í íbúðarmálum í gær og í dag. Í fyrsta lagi get ég núna læst hurðinni, í annan stað er ég kominn með tímabundin gluggatjöld og svo kom ísskápurinn bara áðan. Þá get ég fyrst farið að búa hérna!
Einnig er von á örbylgjuofni bráðlega. Hann Niklas (kærasti Karinar) ætlar að skutla honum til mín.

Svo eru stomp tónleikarnir á morgun kl.18. Strax eftir það verður haldið í Fest! Kominn tími á að víga þetta land, sletta úr klaufunum og fagna jákvæðum íbúðarmálum.

p.s. Hér gefur að líta svefn- og vinnuplássið mitt annars vegar og nýja ísskápinn hinsvegar. Á eftir að pimpa hann upp!

Áfram Ísland

Wednesday, August 27, 2008

Stomp















Fyrst vil ég þakka öllum sem hafa skrifað athugasemdir til þessa. Haldið því endilega áfram, það skiptir mig voða miklu máli ;)

Nú er skólinn að komast á skrið og þessa vikuna fara allir nýjir nemendur í workshop tíma á hverjum degi fram að föstudegi þegar haldnir verða tónleikar og afraksturinn sýndur samnemendum.
Skipt er í 4 hópa. Hópur 1 er í heimstónlist, hópur 2 & 4 er í stompi (þar á meðal ég) og hópur 3 er í rytmisk choir. Á myndinni er hluti af hópunum mínum að koma sér fyrir og Eva Kunda (minnir mig að hún heiti) að spila á slagverkshljóðfæri búið til úr stórum ávexti í vatnsbala. Einskonar samblandi af bongo og stáltrommu, ef ég ætti að líkja því við e-ð.

Svo byrjar kennsla samkvæmt stundaskrá í næstu viku.

Það er kannski vert að minnast á það að allar myndir sem ég set hér inn mun ég seinna setja í heild sinni inná Fésbókar síðuna mína. Einnig munu birtast þar annað góðgæti eins og myndbönd. Ég ætla að reyna að setja myndböndin líka hér inná seinna þegar ég hef úr meiru að moða.

Nú er ég farinn að kynnast skiptinema hópnum ágætlega og okkur virðist semja vel. Krakkarnir koma frá Hollandi, Finnlandi, Japan, Brazilíu, Belgíu o.fl.

Nú er ég farinn að senda nafna mínum hjá LHÍ póst varðandi BA ritgerðina mína! Vonandi hafið þið það öll gott !