Sunday, August 31, 2008
Hjólað um Lund
Í dag tók ég loksins uppúr öllum töskum og kössum, þurkaði af, háði stríð við sumargamla kóngurlóarvefi (sem og kóngulærnar sjálfar) og kom herberginu í endanlegt horf. Mér er byrjað að líða vel hér og búinn að skapa mitt "rassafar" ef svo má að orði komast.
Eftir tiltekt fékk ég lánað reiðhjól, setti upp túrista húfuna og fór að skoða mig um í miðbæ Lundar.
Um kvöldið var mér boðið í skiptinema matarboð, sem skiptinemarnir í heimavistinni voru að halda. Á borð var borinn góður grænmetisréttur sem hafði skemmtilegan Arnars keim yfir sér. Svona "regluleg óreiða" sem mér og mörgum finnst skemmtileg í matseld.
Skiptinema hópurinn er að verða nokkuð náinn og flestir þekkjast núorðið vel.
p.s. myndin sýnir útsýnið yfir Malmö útum einn glugga heimavistarinnar.
Sem sagt... ekkert nema gott að frétta frá Skáni :)
Saturday, August 30, 2008
Thursday, August 28, 2008
Jákvæð íbúðarmál
Komið öll sömul kærlega sæl og blessuð. Margt jákvætt hefur gerst í íbúðarmálum í gær og í dag. Í fyrsta lagi get ég núna læst hurðinni, í annan stað er ég kominn með tímabundin gluggatjöld og svo kom ísskápurinn bara áðan. Þá get ég fyrst farið að búa hérna!
Einnig er von á örbylgjuofni bráðlega. Hann Niklas (kærasti Karinar) ætlar að skutla honum til mín.
Svo eru stomp tónleikarnir á morgun kl.18. Strax eftir það verður haldið í Fest! Kominn tími á að víga þetta land, sletta úr klaufunum og fagna jákvæðum íbúðarmálum.
p.s. Hér gefur að líta svefn- og vinnuplássið mitt annars vegar og nýja ísskápinn hinsvegar. Á eftir að pimpa hann upp!
Áfram Ísland
Wednesday, August 27, 2008
Stomp
Fyrst vil ég þakka öllum sem hafa skrifað athugasemdir til þessa. Haldið því endilega áfram, það skiptir mig voða miklu máli ;)
Nú er skólinn að komast á skrið og þessa vikuna fara allir nýjir nemendur í workshop tíma á hverjum degi fram að föstudegi þegar haldnir verða tónleikar og afraksturinn sýndur samnemendum.
Skipt er í 4 hópa. Hópur 1 er í heimstónlist, hópur 2 & 4 er í stompi (þar á meðal ég) og hópur 3 er í rytmisk choir. Á myndinni er hluti af hópunum mínum að koma sér fyrir og Eva Kunda (minnir mig að hún heiti) að spila á slagverkshljóðfæri búið til úr stórum ávexti í vatnsbala. Einskonar samblandi af bongo og stáltrommu, ef ég ætti að líkja því við e-ð.
Svo byrjar kennsla samkvæmt stundaskrá í næstu viku.
Það er kannski vert að minnast á það að allar myndir sem ég set hér inn mun ég seinna setja í heild sinni inná Fésbókar síðuna mína. Einnig munu birtast þar annað góðgæti eins og myndbönd. Ég ætla að reyna að setja myndböndin líka hér inná seinna þegar ég hef úr meiru að moða.
Nú er ég farinn að kynnast skiptinema hópnum ágætlega og okkur virðist semja vel. Krakkarnir koma frá Hollandi, Finnlandi, Japan, Brazilíu, Belgíu o.fl.
Nú er ég farinn að senda nafna mínum hjá LHÍ póst varðandi BA ritgerðina mína! Vonandi hafið þið það öll gott !
Monday, August 25, 2008
Docentgatan1
Loksins kominn á réttan stað! Staðurinn er Docentgatan1, Lund, Svíþjóð.
Kveðjupartý-ið gekk vonum framar og stemmingin var slík að hún mun lifa með mér leeengi lengi. Ég vil þakka öllum sem mættu og lögðu hönd á plóginn.
Það var því þreytt lið sem hélt á flugvöllinn kl.05 um morguninn. Ég náði að sofa alla leiðina, sem var nú ekkert nema gott fyrir utan það að þá koma herra þynka í heimsókn.
Það voru því tveir þunnir sem tóku lest frá Kaupmannahöfn til Lund.
Herbergið mitt er mjög notalegt: 20+ fm, ísskápur, örbylgjuofn, skrifborð, rúm, eldurnar hellur og allir helstu munaðir sem hægt væri að óska eftir. Reyndar ekki beint hægt að læsa hurðinni en það er verið að vinna í því. Gæti orðið vesen því herbergið mitt er í raun kofi útí garði :P
Þegar ég og Jón mættum á svæðið var tekið á móti okkur með krabbaveislu. Það er víst svona krabbahátíð á þessum tíma árs hjá Svíjum. Við tókum því með fegins hendi og "lóðsuðum" þeim í okkur (eins og strákarnir á X-inu myndu orða það).
Hrafnhildur og Torbjörn (foreldrar Karinar og leigendur mínir) eru gífurlega gestrisið fólk og eru búin að vera mér mikið innan handar á meðan ég hef verið að koma mér fyrir.
Fyrsti skóladagurinn var í morgun. Förinni var heitið til Musikhöjskolan i Malmö. Það gekk nú ekki betur en svo að þegar ég var kominn klakklaust til Malmö þá gekk ég í kolvitlausa átt í 30 mín áður en ég áttaði mig á vitleysunni. Hafði hlaðið niður korti af hitta.se sem var nú ekkert voðalega nákvæmt... Komst samt á endanum á leiðarenda.
Það sem kom mér skemmtilega á óvart er hve flestir samnemendur mínir eru vingjarnlegir og fljótir í snakkið. Fyrir flesta íslendinga tekur það smá tíma. Svo er starfsfólkið hjálpsamt ... sem sagt , þetta byrjar allt vel og lofar góðu.
Stefni nú ekki á að hafa bloggin mín svona löng , en þessir hlutir hafa safnast því ég hef ekkert komist á netið hingað til. Loksins kominn með þráðlaust út í kofan minn !
Bless í bili !
Saturday, August 23, 2008
Kveðjupartý!
Já , í kvöld verður kveðjupartý sem mun bermála í björgunum um ókomna tíð.
Planið:
- Mæting um 23 eftir flugeldana niðrí bæ á menningarnótt.
- Almenn gleði frá 23-05.
- Keyrt út á flugvöll og tékkað sig inn rétt fyrir 06.
- Flogið út til Kastrup kl.07, lent kl.12 að Dönskum/Sænskum tíma (sofið á leiðinni).
- Jón (hér lengst til hægri á myndinni) tekur á móti mér og við tökum lest saman til Lund þar sem ég mun búa í þessa rúmu 3 mánuði.
Friday, August 22, 2008
2 dagar...
Subscribe to:
Posts (Atom)