Monday, July 4, 2011

Nýtt tónskáldafélag, verk #1


Kæri lesandi.

Það er komið að því að tónskáldafélagið haldi sína fyrstu tónleika. Reyndar eru tveir tónleikar á stefnuskránni, 16.nóv. og í jan./feb. 2012, en við skulum taka eitt fyrir í einu.

Tónleikar #1 munu vera, eins og staðan er í dag, 16.nóv. á degi íslenskrar tungu. Flytjendur verða félagar úr Sönglistafélagi Íslands. Við í tónskáldafélaginu skrifum fyrir 1-4 raddir og með möguleikanum á pianó undirleik. Skilafrestur á verkum er 1.okt. næstkomandi og ég er mjög spenntur að sjá hvað kemur útúr þessu hjá okkur. Þessi hópur er nokkuð fjölbreyttur útkoman verður án efa áhugaverð. Staðsetning er held ég óákveðin, en það er hann Hafsteinn Þórólfsson sem er okkur fulltrúi og tengiliður í samskiptum við Sönglistahópinn.

Þó er ekkert öruggt í þessum heimi eins og við vitum öll og þessir tónleikar velta að sjálfsögðu á því hvort við náum að virkja nægilega mörg tónskáld. Kveikja neistan í þeim... við erum allavega 5 sem erum nokkuð örugg, en ættum að geta orðið 8 í það minnsta.

3-4 mín á tónskáld sinnum 8 = uþb. 30 mín af tónlist
er það sem við leggjum upp með.


Þemað er íslensk fornrit og ég er sjálfur að detta niðrá Völuspá, og þá sérstaklega nýju upprisu heimsins.

-Myndirnar í færslunni eru báðar af Völuspá, tveimur ólíkum útgáfum þó.

Það verður gaman að vinna að þessu verkefni hérna í Stockholmi. Taka nettan Jón Leifs á þetta; láta sig dreyma um heimalandið á tungumáli tónlistarinnar. Hann var reyndar í Þýskalandi lengst af en þó einnig í Svíþjóð seinna meir, þar samdi hann t.d. Requiem um dóttur sína sem lést af slysförum. Það tengist reyndar ekki Íslandi en er allavega íslensk tónsmíð. Requiem finnst ekki á youtube sem er alger synd. Ætli maður verði ekki að bæta úr því.

Í staðinn set ég hér inn op.66 , hans síðasta verk:

No comments: