Saturday, December 25, 2010

Jólalagið 2010

Við Árni Kristjánsson settum saman í eitt stykkið jólalaga demó. Lagið heitir "fáránlega skemmtileg jól". Gleðilega hátíð !

Faranlegaskemmtilegjol by HelgiRafn

Saturday, December 18, 2010

Sniglabandið - Kastljós



Sniglabandið verður í Kastljósinu á mánudagskvöld og flytur nýtt lag í tilefni af 80 ára afmæli RÚV, "Til hamingju". Matthías Baldursson (matti sax) setti saman og útsetti fyrir blásturinn og kórinn. Ég mun spila á Baritonhorn (Euphonium). Aðrir í brassinu eru: Þorvaldur á básúnu, Þórir og Daníel á Horn, Matti á soprano sax og Jón Óskar og Steinar á trompet. Útkoman er skemmtileg og metnaðarfull.

Ég mæli með því að stilla á Kastljósið á Rúv, mánudagskvöldið 20.des.

Thursday, December 16, 2010

Sönglagahefti vaknar

Góðan og blessaðan daginn.

Loksins er ég byrjaður að skrifa langþráð sönglagahefti. Það hafa safnast upp hjá mér allskonar minni tónsmíðar sem ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera við þangað til mér var bent á að gefa þau útí hefti fyrir söng og píanó. Eftirspurn eftir slíkum heftum er nokkur hjá söngkennurum og fl. Í versta falli þá er ég bara búinn að skrásetja þessi verk á öruggum stað.

Ég sé fram á að þetta gætu orðið allavega 10 verk í þessu hefti. Sum jafnvel í tveimur útsetningum, annars vegar fyrir undirleik og söng, og svo hins vegar fyrir kór. Upphaflega átti þetta aðeins að vera aríur úr Skuggablómum (óperunni) en nú liggur beinast við að skella öllu tilfallandi með, sem á við.

Þarna verður hægt að finna einsöngslög fyrir bæði karla- og kvennraddir.

Áætluð verklok eru í febrúar.

p.s. Sönglagahefti sem ég hef til viðmiðunar eru t.d. eins og "Strax eða aldrei" eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson

Wednesday, December 8, 2010

Guildhall viðtal



Um helgina fór ég til London í viðtal fyrir Master í tónsmíðum hjá Guildhall, school of music and drama (http://www.gsmd.ac.uk/). Til að gera langa sögu stutta, þá fékk ég, svo að segja, samstundis inngöngu.

Hér er lengri útgáfan: Ég var mættur tveimur tímum fyrir viðtalið til að geta litið á Barbican Center sem er þarna samtengt skólanum. Þar er að finna, fyrir þá sem ekki vita, tónleikasali, listasöfn, veitingastaði, kaffihús, leikhús o.fl. Ekki amalegt að hafa þá aðstöðu í næsta húsi.

Þegar klukkan var orðin 17:10 var mér vísað á æfingaherbergi þar sem ég gat undirbúið mig fyrir viðtalið. kl.17:50 sótti annar prófdómarinn mig og fylgdi mér í viðtalið. Venjulegt viðtal svosem; við ræddum fyrri menntun, framtíðarhorfur, spurningar mínar varðandi námið og væntingar, tónlistina sem ég sendi inn o.fl. Þeir voru sérstaklega hrifnir af kórverkinu mínu ´Ég hverf brátt til skýja´.

Að viðtalinu loknu var ég beðinn um að stíga stutt fram á gang svo þeir gætu rætt saman. Eftir 30 sek. hóuðu þeir aftur í mig og sögðust vilja veita mér inngöngu strax. Ég þakkaði auðsýndan heiður. Mér lýst vel á skólan, umhverfið, kennarana og andan, en ég á ennþá eftir að skoða Konunglegu skólana í Köben og Stokkhólmi.

Ég fékk póst frá Köben (http://www.dkdm.dk/) í gær þar sem þau boðuðu mig í viðtal, á þó eftir að fá nákvæma tímasetningu.