Friday, December 12, 2008

Heima !

Þá er ég kominn heim !

Ferðalagið gekk vel og það er flottur jólasnjór yfir öllu !

p.s. Ég er búinn að breyta í gamla símanúmerið mitt...
(+354) 868-0099



-Byrjum gleðina !

Tuesday, December 9, 2008

Tómlegt herbergi en spenningur í hjarta!



Á sunnudaginn tókum við, ég og John Venkiah, upp píanóverkið mitt ´Syndadansinn´. Það gekk vel, en tók samt lengri tíma en ég hafði áætlað... 3 tímar takk fyrir. Enda ekkert auðveldasta verkið til að spila, hann tók það samt í nefið miðað við að hann er ekki klassískur píanóleikar heldur Jazz-ari.

Um heimferð:
Flest komið ofan í tösku og síðasta vélin að þrífa síðustu leppana. Annað hvort er herbergið tómlegt eða bara snyrtilegt... ég er varla dómbær um það.

Mér líður skringilega... hlakka rosalega til að koma heim , en veit að ég á eftir að sakna stemmingarinnar hérna og allra sem ég hef kynnst!

Staffan lét mig hafa slóðina á blogið sitt svo ég gæti æft mig í sænskunni eftir að ég er kominn heim. Algert lágmark að reyna að halda því við sem ég hef lært hérna úti...

http://staffanwieslander.blogspot.com/

Sunday, December 7, 2008

4 dagar

Í dag eru 4 dagar þar til ég heim... Planið fyrir þennan tíma sem ég á eftir er svo hljóðandi:

  • Í dag: Skrifa ritgerðina, taka upp píanóverkið mitt kl.13-16.
  • Mánudag: Hreinskrifa ritgerðina, setja hana upp og senda hana til Íslands.
  • Þriðjudagur: Byrja að pakka niður, þrífa og semja jólalag fyrir skiptinema bandið.
  • Miðvikudagur: Klára að pakka niður, senda bækur og hljómborð með pósti, fá sér eftirmiðdags-steik með Johan, Magnus og Hilde, Jólafagnaður um kvöldið þar sem jólalagið verður vonandi flutt.
  • Fimmtudagur: Vakna kl.9 og fara út á flugvöll kl.10, fljúga heim kl.12, vera kominn til Keflavíkur kl.14:30 sirka!
Gott plan verð ég að segja ! Hlakka til að sjá ykkur öll...

-H

Tuesday, December 2, 2008

ENM tónleikar



Tónleikarnir búnir og gengu vel og létt stemming. Minnti frekar á opna æfingu en tónleika... hér eru tvær myndir frá skissernas museum. Það er listasafn samansett aðeins af skyssum eða uppköstum skilst mér... samt ótrúlega flott. Sú staðsetning hentaði einkar vel fyrir þessa tónleika, því við vorum jú að flytja: "...skissernas musik" eins og annar leiðbeinandi kúrsins orðaði það réttilega, eða "uppköst af tónverkum".

Peter Nordahl er að æfa sitt verk þarna fyrir framan mest alla hljómsveitina. Mjög skemmtileg samsetning af hljóðfærum og margar skemmtilegar útkomur litu dagsins ljós þennan dag...

Tónlistarsögu próf á morgun og ég er alveg útkeyrður eftir daginn en klukkan bara hálf níu. Ég ætla að þrauka til níu og fara svo í háttinn, vakna snemma og lesa punkta...

9 dagar í heimkomu !