Friday, September 17, 2010

Hljómkviða #1


Hljómkviða nr.1 er í vinnslu. Hérna er forsíðan eins og hún lítur út í dag. Tónefni hennar er unnið úr tveimur aríum úr Óperuþykkninu Skuggablóm sem við Árni Kristjánsson skrifuðum 2007 og óperudeild Söngskólans í Reykjavík frumflutti svo eftirminnilega 24.október sama ár í Salnum Kópavogi með styrk frá Kópavogsbæ.

Áætluð verklok: Janúar/Febrúar 2011

Sunday, August 22, 2010

Bigbönd eru best


Tónleikarnir í gær voru frábærir og góð stemming. Eini gallinn var furðulega mikið rok sem myndaðist inní portinu, þrátt fyrir fínasta veður úti á götu.




Kærar þakkir til Bigband Svansins fyrir skemmtilegt samspil.

Monday, August 16, 2010

Menningarnótt ´10 kl.15 - Smiðjustíg


Þá er ástarvikan búin og við Brynhildur viljum þakka öllum sem mættu á tónleikana á Bifröst sem og Bolungarvík, jafnframt þeim sem lögðu hönd á plóginn.

Næst er það menningarnótt.

Big band Svansins heldur skemmtilega söngtónleika á menningarnótt (dag) í portinu fyrir framan Faktorý bar á Smiðjustíg 6 (áður Grand rokk).

Með bandinu verða söngvararnir: Edgar Smári, Áslaug Helga og Helgi Rafn.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl.15:00.
...Stjórnandi er: Matthías V. Baldursson (Matti sax)

Frítt fyrir alla og allir velkomnir að sjálfsögðu.

Thursday, August 12, 2010

Bolungarvík í kvöld, fimmtudag



















Húsfylli var á Bifröst og flestir virðast hafa skemmt sér vel. Ég veit allavega að ég og Brynhildur áttum góða stund. Við þökkum kærlega fyrir okkur.

Í kvöld er það Bolungarvík og þangað er áætlaður leynigestur. Frægur maður á vestfjörðum og nýlegur heimsmethafi (óbeint).

Hérna er smá grein um ástarvikuna á Skutlinum

http://skutull.is/frettir/Astarvikan_i_Bolungarvik_i_fullum_gangi

Monday, August 2, 2010

Ástarvikan -Stásstofutónleikar













Ástarvikan er komin á hreint.

Ég spila þriðjudaginn 10.ágúst á Ástarvikunni í Bifröst og fimmtudaginn 12.ágúst á Ástarvikunni á Bolungarvík - Stásstofutónleikar

Eins og áður sagði verð ég með blússöngkonuna Brynhildi Oddsdóttur með mér til halds og trausts og munum við grípa í mörg hljóðfæri, svo sem Kassagítar, Ukulele, Hljómborð, Fiðlu, Bongo o.fl. jafnvel.

Það er verið að vinna í því að koma upp síðunni www.astarvikan.is og mun hún líklega birtast í komandi viku.

Miðaverð er 1500 kr. "og Sigurlag sönglagakeppni Vestfjarða árið 2010 "Fugl fyrir vestan" eftir Helga Rafn fylgir frítt til niðurhals fyrir hvern tónleikagest"

Hlakka til að sjá ykkur.