Sunday, January 23, 2011

Fjársjóðsleit með Ísgerði


Fjársjóðsleitin frumsýnd Laugardaginn 29.jan kl.15 á Norðurpólnum. Skemmtileg, gagnvirk barnasýning með Ísgerði Gunnarsdóttur, sem gerði t.d. garðinn frægan í Stundinni okkar. Tónlist eftir Baldur Ragnarsson og hljóðmynd eftir undirritaðan.

Við erum að vinna í því að taka upp tónlistina og jafnvel plan að selja hana á bandcamp eða gogoyoko.

Tryggið ykkur miða á miði.is

Monday, January 10, 2011

FSU komið í gang


Við Árni Kristjánsson höfum hafið vinnu fyrir Leikfélag Fjölbrautarskólans á Suðurlandi (FSU) og munum setja upp leikgerð á þeirri vinsælu mynd: "Oh brother, where art thou" með hópnum. Fyrstu áheyrnarprufur eru á morgun, þær seinni á sunnudaginn. Við þurfum að velja í leikhóp og hljómsveit. Þetta á eftir að vera skemmtilegt ferli ef ég þekki menntaskóla leikfélög rétt.

Saturday, December 25, 2010

Jólalagið 2010

Við Árni Kristjánsson settum saman í eitt stykkið jólalaga demó. Lagið heitir "fáránlega skemmtileg jól". Gleðilega hátíð !

Faranlegaskemmtilegjol by HelgiRafn

Saturday, December 18, 2010

Sniglabandið - Kastljós



Sniglabandið verður í Kastljósinu á mánudagskvöld og flytur nýtt lag í tilefni af 80 ára afmæli RÚV, "Til hamingju". Matthías Baldursson (matti sax) setti saman og útsetti fyrir blásturinn og kórinn. Ég mun spila á Baritonhorn (Euphonium). Aðrir í brassinu eru: Þorvaldur á básúnu, Þórir og Daníel á Horn, Matti á soprano sax og Jón Óskar og Steinar á trompet. Útkoman er skemmtileg og metnaðarfull.

Ég mæli með því að stilla á Kastljósið á Rúv, mánudagskvöldið 20.des.

Thursday, December 16, 2010

Sönglagahefti vaknar

Góðan og blessaðan daginn.

Loksins er ég byrjaður að skrifa langþráð sönglagahefti. Það hafa safnast upp hjá mér allskonar minni tónsmíðar sem ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera við þangað til mér var bent á að gefa þau útí hefti fyrir söng og píanó. Eftirspurn eftir slíkum heftum er nokkur hjá söngkennurum og fl. Í versta falli þá er ég bara búinn að skrásetja þessi verk á öruggum stað.

Ég sé fram á að þetta gætu orðið allavega 10 verk í þessu hefti. Sum jafnvel í tveimur útsetningum, annars vegar fyrir undirleik og söng, og svo hins vegar fyrir kór. Upphaflega átti þetta aðeins að vera aríur úr Skuggablómum (óperunni) en nú liggur beinast við að skella öllu tilfallandi með, sem á við.

Þarna verður hægt að finna einsöngslög fyrir bæði karla- og kvennraddir.

Áætluð verklok eru í febrúar.

p.s. Sönglagahefti sem ég hef til viðmiðunar eru t.d. eins og "Strax eða aldrei" eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson