Tuesday, June 4, 2013

Teygt hugarflæði / Extended stream of thought - BRÁÐ

Our Design-Led chamber opera BRÁÐ was a success I have to say. 78 people showed up to the Platform theater last Wednesday the 29th, which is a number I´m very happy with, and I´m also very happy with my performers and myself. I say "myself" because I took a new step in my career as a conductor of opera, which is something
I´ve never done before but I thoroughly enjoyed and would love to do again sooner than later. Here is an extract from BRÁÐ , recorded LIVE at the premiere. More info about the music available at soundcloud.

I´d like to use this post to document my deepest thanks to the ensemble: Jessica Kabirat (flute), Joy Boole (clar.), Ruth Hardwick (bassoon), Ching Man Ho (harp), Andrew Power (cello), Iurii Gavryliuk (contrabass) and of course Rannveig Káradóttir (soprano). Last but not least I think Friðþjófur Þorsteinsson, co-creator and designer, for a great collaboration.




Here is most of the group right after the show. 
Singers, writers and ensemble. 
In front, THE ICE, centerpiece of the set, melting away.


Below is a "stream of thought" text about the collaboration on opera creation between a designer and a composer. It´s in Icelandic as I "stream" better in my mother-tongue. What I can say in English is that the conclusion, in my mind, is that having the design as an origin for the piece instead of a full script/libretto was musically very liberating and allowed us to create not a "story" per se. but an "extended stream of thought" if you will. Few seconds of thought of an otherworldly creature faced with it´s destiny, immediate death and memories, extended into 30 minutes. We´d like to think that we´ve created somethin beautiful and different.


Samstarf hönnuðar og tónskálds er í sjálfu sér mjög áhugavert og óvenjulegt, þá sérstaklega þegar kemur að því að skapa óperu frá grunni. Hönnuðurinn er vanur því að koma inn í ferlið seinna en tónskáldið, eða rétt áður en sýningarferlið hefst, á meðan tónskáldið hefur þá venjulega verið að störfum mánuðum saman, ef ekki árum, við að koma verkinu saman. Þar af leiðandi eru nálganir þessara starfstétta eðlilega ekki þær sömu þegar vinna skal hlið við hlið við sköpun sviðsverks sem þessa. Ég hef sjálfur litla sem enga reynslu af vinnu hönnuðar svo ég get aðeins talað frá sjónarhóli tónskáldsins. Þær togstreitur sem litu dagsins ljós við sköpunina á Bráð hefðu getað orðið banahögg verkefnisins ef reynsluminni eða ómanngefnari einstaklingar en ég og Fiffi ættu hlut að máli.

Sem dæmi þótti mér einstaklega óþægilegt að hafa ekki byggingu verksins ákveðna fyrr en aðeins uþb. mánuði fyrir frumsýningu, og það gerðist aðeins vegna þess að ég tók frumkvæðið og spirnti fótum við þeim endalausu breytingum og viðbótum efnistakanna sem komu, er virtist, án afláts frá Fiffa. En hann var jú smiður "konseptsins" sem slíks. Slík vinnubrögð eru einkar óþægileg fyrir tónskáld þar sem tónefni verður ekki auðveldlega breytt vikum fyrir sýningu. Ef ekkert annað, þá er það vanvirðing við sólóista og flytjendur í heild sem búast við að geta lært sinn part og skilað sínu vel. Fiffi skildi þó strax er ég benti honum á að hér yrðum við að stoppa og nota það sem komið væri. Gaf hann mér þá gott rými og næði til að klára tónlistina.

Á hinn bóginn, er ég lít yfir farinn veg, sé ég hve frelsandi það var, músíkalst, að hafa svo gott sem aðeins myndefni sem kveikju tónlistarinnar að auki aðeins einnar blaðsíðu af "fundnum" texta. Í stað heils handrits skrifað af librettista með sínar eigin hugmyndir um form og framgang. Þar sem textinn sjálfur hefur jafnvel sínar eigin þrúgandi hugmyndir um músíkalska framvindu sem erfitt getur verið að komast undan.

Samstarf tónskálds og librettista er oftast stjórnað af tónskáldinu. Samstarf okkar Fiffa var annars eðlis, því þó Fiffi hafi átt hugmyndina að grunn-efnistakinu (Snæfellsjökull) þá þótti mér við vinna "söguna" saman sem jafningjar. Hönnunin kom í stað librettos í vissum skilningi en Fiffi kom þó ekki í stað librettista að fullu, enda var það ekki hlutverk sem þurfti að manna. Ég set "söguna" í gæsalappir því í mínum huga sköpuðum við ekki sögu í raun. Frelsið frá handritinu gerði okkur kleift að skapa e-ð annað. Við máluðum upp í tónum og ljósum einnar sekúndu hugarflæði yfirnáttúrulegrar veru sem þarf að horfast í augu við örlögin, sinn eigin dauða og minningar sínar. Það mætti segja að við höfum skapað "teygt hugarflæði".

No comments: