Sunday, March 20, 2011

Frábær umfjöllun fyrir ´Alla leið heim´

Við Árni og Leikfélag FSU fáum asskoti góða umfjöllun í Tímariti Máls og menningar fyrir leikritið ´Alla leið heim´.

Hér er útdráttur:

Sviðið er raunar geysistórt miðrými og leiksvið í rúmgóðum samkomusal, og veitir ekki af, en hugkvæmni leikstjórans Árna Kristjánssonar á sér heldur ekki mikil takmörk. Sýningin var hröð, atriðaskipti örugg og stundum var atriði varla byrjað þegar það var búið og maður varð að grípa andann á lofti til að hlæja áður en næsta atriði var komið á fullan skrið. Ég er þá til dæmis að hugsa um beljuna (Sara Sif Kristinsdóttir) sem var skotin!
Sérstaka athygli vekur tónlistin í sýningunni sem Helgi Rafn Ingvarsson stýrir. Það sem vantaði upp á í framsögn bættu ungmennin upp í söng. Auk titillagsins verður söngur sírenanna, Írenu Víglundsdóttur, Kristrúnar Steingrímsdóttur og Þórdísar Imsland, sérstaklega minnisstæður. Það hefði verið auðvelt að láta þær leiða sig hvert sem vera skyldi.
Leikgerðina upp úr bíómyndinni vann leikstjórinn með Snorra bróður sínum en það var leikráð FSU sem fékk hugmyndina. Hún hefði nú getað dregið kjarkinn úr minni körlum en þeim Árna, Snorra og Helga Rafni en árangurinn er svo góður að mikið má vera ef leikgerðin verður ekki notuð víðar á næstu árum.


Greinin í heild sinni er svo hér:
http://tmm.forlagid.is/?p=2313#more-2313

Miðasala í síma 865-6731