Sunday, August 22, 2010
Bigbönd eru best
Tónleikarnir í gær voru frábærir og góð stemming. Eini gallinn var furðulega mikið rok sem myndaðist inní portinu, þrátt fyrir fínasta veður úti á götu.
Kærar þakkir til Bigband Svansins fyrir skemmtilegt samspil.
Monday, August 16, 2010
Menningarnótt ´10 kl.15 - Smiðjustíg
Þá er ástarvikan búin og við Brynhildur viljum þakka öllum sem mættu á tónleikana á Bifröst sem og Bolungarvík, jafnframt þeim sem lögðu hönd á plóginn.
Næst er það menningarnótt.
Big band Svansins heldur skemmtilega söngtónleika á menningarnótt (dag) í portinu fyrir framan Faktorý bar á Smiðjustíg 6 (áður Grand rokk).
Með bandinu verða söngvararnir: Edgar Smári, Áslaug Helga og Helgi Rafn.
Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl.15:00.
...Stjórnandi er: Matthías V. Baldursson (Matti sax)
Frítt fyrir alla og allir velkomnir að sjálfsögðu.
Thursday, August 12, 2010
Bolungarvík í kvöld, fimmtudag
Húsfylli var á Bifröst og flestir virðast hafa skemmt sér vel. Ég veit allavega að ég og Brynhildur áttum góða stund. Við þökkum kærlega fyrir okkur.
Í kvöld er það Bolungarvík og þangað er áætlaður leynigestur. Frægur maður á vestfjörðum og nýlegur heimsmethafi (óbeint).
Hérna er smá grein um ástarvikuna á Skutlinum
http://skutull.is/frettir/Astarvikan_i_Bolungarvik_i_fullum_gangi
Monday, August 2, 2010
Ástarvikan -Stásstofutónleikar
Ástarvikan er komin á hreint.
Ég spila þriðjudaginn 10.ágúst á Ástarvikunni í Bifröst og fimmtudaginn 12.ágúst á Ástarvikunni á Bolungarvík - Stásstofutónleikar
Eins og áður sagði verð ég með blússöngkonuna Brynhildi Oddsdóttur með mér til halds og trausts og munum við grípa í mörg hljóðfæri, svo sem Kassagítar, Ukulele, Hljómborð, Fiðlu, Bongo o.fl. jafnvel.
Það er verið að vinna í því að koma upp síðunni www.astarvikan.is og mun hún líklega birtast í komandi viku.
Miðaverð er 1500 kr. "og Sigurlag sönglagakeppni Vestfjarða árið 2010 "Fugl fyrir vestan" eftir Helga Rafn fylgir frítt til niðurhals fyrir hvern tónleikagest"
Hlakka til að sjá ykkur.
Sunday, August 1, 2010
Ástarvikan
Að öllum líkindum mun ég troða upp í Bolungarvík og Bifröst í ástarvikunni 8.-14. ágúst. Með mér í för verður blússöngkonan Brynhildur Oddsdóttir.
Nánari dags- og tímasetning kemur líklega strax eftir helgi.
Nánari dags- og tímasetning kemur líklega strax eftir helgi.
Subscribe to:
Posts (Atom)