Wednesday, November 12, 2008

Hallå från Sverige

Nýtt video blog hefur litið dagsins ljós.

hægt er að skoða það á facebook síðunni minni eða með því að smella á þennan link:

http://www.facebook.com/video/video.php?v=44338637993&saved


Áfram með gleðina !

ps. látið mig vita ef linkurinn virkar ekki...

Monday, November 10, 2008

HEIMFERÐ!

Það er rétt að minnast á það hér að ég er búinn að bóka ferð heim þann 11.desember! Ég lendi rúmlega kl.14 að íslenskum tíma. Við erum þá að tala um mánuð og einn dag í það að ég komi heim ! Miðað við hvernig rúmlega tveir og hálfur mánuður eru búnir að líða eins og að drekka vatn þá verður þessi eini mánuður sem eftir er ekkert mál! Hlakka til að koma heim !

Svo vil ég benda öllum á síðuna http://www.indefence.is

e-ð fyrir alla sanna íslendinga!

Ma & Pa 30.okt - 4.nóv




Mamma og pabbi komu í langþráða ferð til Lundar þann 30.nóv. Langar fallegar gönguferðir og góður matur einkenndu heimsóknina. Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það því ég þarf að fara að læra! Ég var búinn að einsetja mér það að komast í 5 gírinn í dag í náminu! Njótið bara myndanna og haust/vetrar dýrðarinnar!

ps. Í dag eða á morgun panta ég flugfarið heim ! :)

Wednesday, November 5, 2008

Vetur

Núna er kominn vetur á skáni. Maður getur ekki lengur labbað á stutterma bol útí líkamsræktarstöð. En þó það sé kalt , þá er líka ótrúlega falleg. Trén í fullum haust skrúða. Foreldrar fóru heim í gær eftir góða Helgar heimsókn. Meira um það í næsta blogi ( það er ljóst að maður verður að bloga meira, ég er að detta aftur úr hægt og rólega). Svo fer ég í seinni Stockholm ferðina mína á morgun. Ég og Staffan tökum saman lest um hádegi frá Malmö Central. Tilefnið er Stockholm international composers festival... allt í boði skólans. Fullt af tónleikum og vonandi stuði.

Strax á morgun set ég inn video blog sem ég bjó til áðan. Það tekur bara svo langan tíma að hlaðast upp að ég nenni ekki að gera það núna , en strax á morgun þegar ég vakna ;)