Wednesday, November 24, 2010

Tónbrot

Þá er það endanlega komið. Verkið er tilbúið og ég orðinn stoltur hljómkviðu eigandi. Stykkið er í prentun og ég á von á litlum 12 A3 eintökum í dag, svo verður þessu skellt í umslög og sent útí heim í skóla víðsvegar með umsókn um mastersnám.

Hérna er brot úr verkinu (2.kafli, um miðbik verksins) (athugið að þetta er aðeins midi afspilun, tölvan spilar ekki verkið 100% eins og það myndi hljóma í lifandi fluttningi)

Skuggablomsymphonysample1 by HelgiRafn

Saturday, November 13, 2010

Tvístrik #1











Tvístrikið fræga er komið! Spjallið við Hróðmar var einkar gagnlegt og mörg tæknileg atriði löguð. Svo hjálpaði líka bókin sem ég var að fá í hendurnar frá amazon.com: music notation in the twentieth century a practical guidebook (takk Einar) og þá sérstaklega fyrir hörpu partinn, þar sem miklir tækni núansar tengjast því hljóðfæri. Ég lærði heldur betur af því þegar ég skrifaði fyrir hörpuleikara útí Malmö haustið 2008 og fékk partinn til baka allan útkrotaðan með leiðréttingum.

Þó að tvístrikið sé komið við endan er ekki öll vinnan búin, nú þarf að fara í gegnum hvert hljóðfæri fyrir sig (35 talsins) og hreinskrifa.

Ég ætla að skella tóndæmi úr verkinu á síðuna fljótlega...